Gripla - 01.01.1982, Side 263
AMBHQFÐI KOM NORÐAN
259
Sveinbjörn Egilsson virðist hafa gert ráð fyrir að fyrri liður orðsins
væri skyldur lat. amb sbr. grísku á)npí (ide. mbhil *ambhi), sbr. got.
hvarfstigið ba þai, ísl. báðir. Þessi orðstofn kemur annars fyrir í töku-
orðunum ambátt og embœtti, en núllstig stofnsins er varðveitt í forsetn-
ingunni um, umb.
Um nafnið Ambhgfða hefur Magnus Olsen ritað tvær greinar.6 í
fyrri grein sinni féllst hann á þá skýringu Sveinbjarnar Egilssonar að
fyrri liðurinn merkti eitthvert dýr, en taldi sennilegast að hann væri
gælunafn, stuttnefni og hefði það verið myndað með viðskeytinu -bi,
sem gegnt hefði sams konar hlutverki og -si og -ki í orðum eins og
bersi, bessi (<C björn), krumsi (< krummi). Hann benti á að slík við-
skeyti væru ekki einungis tengd við dýranöfn heldur líka mannanöfn
eins og t. d. Sveinki og Jónsi (< Sveinn, Jón), en viðskeytið -bi kæmi
fyrir í gælunafninu Gumbi (< Guðmundur). Hann hélt því fram að
þessi gælunöfn með viðskeytinu -bi væru gömul og nefndi að frá lokum
miðalda væru þrjú dæmi í Þrænlum þar sem Þrándur í Götu kallaði
Sigmund Brestisson Simba? Úr íslensku nútímamáli tók hann gælu-
nöfnin Simbi, sbr. Simbakot, Simba (<C Sigurbjörg), Imba (< Ingi-
björg), en þess væri þó að gæta að b stæði í síðari lið orðanna. Loks
benti Magnus Olsen á nöfnin Arnbjgrn og Arnbjgrg en stuttnefni þeirra
væru ambi og amba og Arnbjgrn ambi væri nefndur í heimildum.8 9
Magnus Olsen hugsaði sér að í gælunafninu Simbi hefði g og r fallið
brott úr miðju nafninu Sig(r)mundr og á sama hátt mætti skýra Gum í
Gumbi, þar sem við myndunina hefði m “sprunget over et -ð- ikke et
-g-”.B Hann gerði ráð fyrir að ambi hefði styst á svipaðan hátt, þegar
það hefði ekki verið stytt úr Arnbjgrn. Það hefði þá verið stytt úr sam-
settu mannsnafni þar sem fyrri liðurinn hefði annaðhvort verið “Aðm”
8 Magnus Olsen, “Visen om Ambhofði”, Maal og minne 1937, 145-154; “En
islandsk fornaldarsaga bevidnet ár 1120”, Maal og minne 1944, 231-236. Síðari
grein Magnus Olsen fjallar þó lítið um vísu þessa í Þorgils sögu og Hafliða heldur
aðallega um tilvist fornaldarsögu, Haddings sögu, sem Saxi hinn málspaki mun
hafa stuðst við. Magnus Olsen hafði þegar árið 1937 bent á ísmeygilegt háð í
vísunni um Ambhpfða, sbr. “Den förste grammatiske avhandling”, ANF LIII
(1937), 134.
7 Sbr. Rímnasafn udg. Finnur Jónsson (Kþbenhavn 1905-12) 1,230,231,234.
8 Sjá Norsk-islandske dopnamn, 22; stuttnefnið ambi varð að fullgildu nafni
og virðist það hafa tíðkast í Noregi á miðöldum. Lind nefnir um það engin íslensk
dæmi. Sjá einnig //. XXVIII,317.
9 Visen om AmbhQfði, 150.