Gripla - 01.01.1982, Side 266
262
GRIPLA
burði, sbr. Skaptaholt > Skaptholt, Skálaholt > Skálholt, Reykja-
hólar > Reykhólar, en þetta brottfall er talið yngra en sagan. Þriðji
kosturinn er að í orðliðnum amb sé upphaflega um að ræða forskeytið
andt sem við samlögun hafi orðið amb, sbr. ambaga (< and-baga),
ambirna (< and-birnal) klárvíg kona, klaufi.16 Þessi skýring rækist á
hvernig hinum höfðingjunum er lýst, þar sem þeir eru báðir kenndir til
dýra og það er því eðlilegt að ætla, eins og Magnus Olsen gerði, að svo
sé einnig um Hafliða Másson. Rétt er því að huga að því hvernig
þessum þremur höfðingjum er lýst í sögunni og hvort sú lýsing kemur
heim við nafngervin í vísunni. í sögunni er aðeins lýst ytra útliti Þórðar
Vatnsfirðings: “Þórðr var mikilúðligr maðr, eygðr mjpk, ok lágu vel
augun, framsnoðinn ok strýhærðr, sá upp mjpk ok riðaði lítt at” (Sturl.
1,24). Þessi mannlýsing gæti átt við hjartarhöfuð, en fyrr hafði Þórði
verið lýst svo að hann “kenndi npkkut innanmeins ok var því ekki mjpk
matheill ok nokkut vandblæst at eta slátr, því at hann blés svá af sem
hann hefði vélindisgang ok varð þá ngkkut andrammr” (s.r.s.st.). Af
þessari lýsingu sýnist ljóst að Þórður þjáist af mæði og mæðinn Hjart-
hgfði er napurt háð. Af orðum Halls Teitssonar við Þorstein á Drumb-
Oddsstöðum mætti ætla að liðveisla hans væri fremur lítilfjörleg.17
Hann vill bíða álengdar og sjá hvað setur, en einmitt selurinn stingur
upp hausnum og fylgist af forvitni með því sem gerist í kringum hann.
En hvað þýðir þá amb í orðinu AmhhgjðP. Og við hvaða fugl er átt,
sé fallist á þá hugmynd Magnus Olsens að orðið hljóti að merkja ein-
hvern fugl?
Hér verður því haldið fram að amb í Ambhgfði sé samstofna nafn-
orðinu ambur (<*ambr) sem merkir væl eða sífr, sbr. so. amra,
ambra.18 Líklegasta samsetningin með ambr sem fyrri lið væri aftur á
móti ambrhgfði, en í handritunum stendur greinilega Ambhgfði.19 Þetta
16 Sbr. Alexander Jóhannesson tilv. rit, 608.
17 Sagan segir svo frá orðaskiftum Þorsteins og Halls, eftir að Þorsteinn hefur
hvatt Hall til að veita Hafliða: “Þorsteinn félagi, verum vit hljóðir, ok ertu vesall
máls, — ekki kunnum vit betr en hlýða til. Þú vill vel, en mátt illa. Hafliði hefir
honum aldri vansa setit, en þó er honum þetta nauðsynjamál. Ok sá einn er minn
vinr, er þessum málum fylgir síðr” Sturlunga saga 1,38-39.
18 Orðabók Sigfúsar Blöndals skýrir so. amra, ambra sem kveina, væla, sífra
og no. amrandi er notað um golu sums staðar á landinu. Árni Böðvarsson nefnir
í orðabók sinni nafnorðið ambindryllu, ólögulegan kvenmann.
19 AM 440 4to hefur þó Amdhgfði, sbr. Sturlunga saga udg. Kr. Kálund
(Kþbenhavn 1906-11) 1,32.