Gripla - 01.01.1982, Page 315
SAMTÍNINGUR
UM SETNINGU í HRAFNKELS SÖGU
Þegar Þorbjörn kemur til Leikskála og segir víg sonar síns, bregzt
Sámur frændi hans heldur kuldalega við fréttinni. í lengri gerðinni, sem
mun hér eins og víðar hafa upprunalegri texta en hin styttri, svarar
hann Þorbirni á þessa lund: ‘Það eru eigi ný tíðindi, þótt Hrafnkell
drepi menn; hefir hann jafngóður verið boðöxar.’1 Einsætt er að síðasta
orðið í skáletruðu setningunni á hér illa heima, enda er það langtum
yngra en Hrafnkels saga, og auk þess á merking þess illa við ummæli
Sáms og söguna í heild. í útgáfu sinni á Hrafnkels sögu hefur Jón
Helgason gert tvær breytingatillögur við setninguna, og hljóðar hún þá
á þessa lund: hefir hann jafnan góður verið bolöxar, sem hann snarar
svo á dönsku: ‘han har altid været villig til at bruge sin 0kse.’2 Lítill
vafi getur leikið á um fyrri leiðréttinguna (jafngóður > jafnan góður),
en hin síðari þarf athugunar við. Orð Sáms lúta að vígaferlum Hrafn-
kels, og í því sambandi var ekki illa til fundið að minna á einhvers
konar vopn til áherzlu, enda er Hrafnkatli svo lýst þegar hann ríður í
bláum klæðum til sels í því skyni að drepa smalamann sinn: ‘Öxi hafði
hann í hendi en ekki fleira vopna.’ En nú voru bolöxar ætlaðar til að
höggva tré fremur en fólk, og því verður ekki sagt að Sámur hafi komizt
sérstaklega vel að orði í það sinnið. Er því ekki ósennilegt að í frum-
texta Hrafnkels sögu hafi annars konar öxi verið tengd við nafn hans.
Nú hefur mér komið til hugar að hinn orðhagi höfundur sögunnar
hafi lagt svofelld orð í munn Sámi á Leikskálum: hefir hann jafnan
góður verið blóðöxar. Sú skýring blasti við mér á dögunum þegar ég
var að lesa útgáfu Ólafs Halldórssonar á Jómsvíkinga sögu, sem ég
hafði raunar ekki séð fyrr. í 7. kapítula þeirrar sögu segir frá því er þeir
1 Hrafnkels saga Freysgoða, Utgivet af Jón Helgason. (Kpbenhavn 1950), bls.
10, nmgr.
2 Sama rit, bls. 45,