Gripla - 01.01.1982, Síða 318
314
GRIPLA
Biarne hreppe blezan erna
bia/na hialpe drottin[n] giorna
biarna misse belzsenn forn[e] I
biflrna eige godu uarne
Biflrne hliote brwdi kiorna
biarna geyme siouar stiarna
biarne | drekke bior af hornum
biarna alldri uiner se farner
í 3. vo. er óljós síðari hluti orðsins ‘belzsenn’, en fyrstu fimm stafirnir
verða naumast lesnir öðru vísi en hér er gert. Orðið er sýnilega haft um
erkióvininn Belzebub, en það nafn kemur fyrir þegar í fornu máli (Ian
J. Kirby, Biblical quotation in old Icelandic—Norwegian religious litera-
ture I, Reykjavík 1976, bls. 247). Belsi er einnig til í merkingunni
fjandi, sennilega stytting á Belzebub, en hefur ekki svo að séð verði
komist á prentaðar orðabækur. Orðið kemur fyrir í Rollantsrímum
Þórðar Magnússonar á Strjúgi, 14. rímunni, í erindi sem Jón Ólafsson
frá Grunnavík hefur haft mætur á og vísar a. m. k. fjórum sinnum til í
orðabók sinni, við orðin glappa skupp, kóllsigr (kalls), keppinn (kapp),
skupp (seðlasafn OH, uppskriftir Jakobs Benediktssonar eftir Orðabók
Grunnavíkur-Jóns). Hér er vísan tekin úr uppskrift á Rollantsrímum
Þórðar í Papp. 4to nr. 1 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi:
Geira tyr uid glappa skupp
giordi orda leita
k[oll]sugwr bellse keppinu bupp
kuedst hinn nedste heita.
Annað dæmi er í Guðspjallasálmum sr. Einars Sigurðssonar í Eydölum,
Ein Ny Wiisna Bok, 1612, bls. 22 (fundið eftir seðlasafni OH)\ ‘seige
þier mig fyrer Belsa þann’, A samsvarandi stað í Guðbrandsbiblíu
stendur: ‘Fyrst þier seiget mig fyrer Belzebub .. .’ (Nýja testamentið,
bl. 32r). Annars staðar notar sr. Einar Belsebub, eins og er í biblíunni.
í 6. vo. er ‘geyme’ dauft, en önnur sögn kemur varla til greina;
‘siouar stiarna’ er að sjálfsögðu Maríukenning (stella maris).
Bjarni er ókunnur. 5. vo. bendir til að vísan sé ort til ókvænts manns,
e. t. v. barns eða unglings, og væri ekki fráleitt að hugsa sér að vísan
hafi verið ort og skrifuð í bókina um leið og hún hafi verið gefin Bjarna
í tannfé. Bjarni þessi gæti þá verið fæddur skömmu áður en vísan var
skrifuð og hefur væntanlega ekki verið af lágum stigum.