Gripla - 01.01.1982, Síða 320
316
GRIPLA
hátturinn hallfridar (fyrir -fredar) er ekki neitt einsdæmi, sjá Hallfreðar
sögu, útg. Bjarna Einarssonar, 1977, bls. xli.
Gamall kveðskapur (= íslenzk rit síðari alda 7), 1979. Á bls. 30 og
31 er nefndur “Vidbæter um Köngs Rijked danm0rck og fleira smá-
vegis” í ÍB 512 8vo, handriti skrifuðu í ársbyrjun 1802 á Búrfelli í
Grímsnesi, og talið að þessi viðbætir muni þýddur úr dönsku, líklega
eftir forriti frá 17du öld. Hvorugt er rétt. Viðbætirinn er skrifaður eftir
bók um lönd og ríki og þjóðir í heiminum sem prentuð var í Hrappsey
1779 og kölluð Ný-yfirskoðuð Heimskringla (hér á eftir skammstafað
NHkr.); hún er að mestu þýdd úr þýzku, en málfærið er dönskuborið og
efnið mjög úrelt, sjá Safn Fræðafélagsins VI, 1928, bls. 42-4.
Kaflarnir sem skrifaðir hafa verið upp úr Hrappseyjarbókinni eru
þessir:
NHkr. bls. 162-74, “Um Koongs-Riiked Danmprk”.
NHkr. bls. 144-7, “Um Koongs-Riiked Skotland, sem nw er sam-
einad þeirre Eingelsku Cronu” og “Um Hiberniam edur Irland, sem og
so liggur under Einglands Cronu”. Hér hafa blöð týnzt úr Búrfells-
kverinu, svo að eftir er einungis upphaf kaflans um Skotland og niðurlag
kaflans um írland.
NHkr. bls. 292-6, “Um þaa Johannita, edur Malteser Riddara, og um
Eyuna Malta”. í kaflanum eru tvær klausur bæði á latínu og íslenzku,
en í uppskriftinni er latínunni sleppt.
NHkr. bls. 311—14 (um kristniboð á Norðurlöndum og víðar, hefst á
Olafi Tryggvasyni, endar á aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans).
NHkr. bls. 327-8, “Um Prentverksins Uppruna”.
Sama bók bls. 73 og 83. Bæjarheitið Kross er á Suðurlandi bæði til í
Landeyjum og Ölfusi. — Meðal fuglanafna fyrir framan úlflið gæti verið
‘lófi’, sbr. ‘ló’, ‘lóa’ (og 668du gátu í safni Jóns Árnasonar).
Gripla IV, 1980, bls. 42, 1. 15, veid, torkennilegt merki yfir síðasta
staf á að lesa -ur.
Sama bók, bls. 45, § 43. Þá glataða uppskrift Snorra Eddu eftir Codex
Wormianus, sem hér er nefnd, hefur Ámi Magnússon sjálfur gert og léð
Páli Vídalín, sjá P. V Skýringar yfir fornyrði lögbókar, 1854, bls. 94.
Sama bók, bls. 60 nmgr. Legangrias, les: Legangrius.
Sama bók, bls. 61, § 123. í Series bls. 47 hefur Þormóður það eftir
Birni á Skarðsá að Jón biskup Halldórsson hafi verið kostgæfinn “in
promovendis patriæ antiqvitatibus”.
Eldur er í norðri, Afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni, 1982.