Gripla - 01.01.1982, Síða 323
SAMTÍNINGUR
319
ÞORLÁKSTÍÐIR í SKÁLHOLTI
Um AM 241 a fol. er í handritaskrá Kálunds fjallað sem eitt handrit
væri, en síðar kom í ljós að hér eru í raun leifar tveggja handrita, annars
vegar bls. 1-34 og 59-74, sem eru úr einni bók, og hins vegar bls. 35-
58 úr annari (sbr. Magnús Már Lárusson, ‘Doktorsvörn’, íslenzk tunga
2 (Rv. 1960), 84-91).
Lilli Gjerl0w hefur nýlega fjallað um fyrrnefndu bókina (Liturgica
Islandica I. Text (Bibliotheca Arnamagnæana XXXV, Kh. 1980), 94-
97) og stungið upp á því að þessi tvö handrit væru til hægðarauka nefnd
AM 241 a fol. (Psalterium) og AM 241 a fol. (Antiphonarium).
Kálund skipaði AM 241 a fol. í heild á öndverða 14. öld, og undir
þá tímasetningu hefur verið tekið að því er AM 241 a fol. (Psalterium)
varðar (Magnús Már Lárusson, op. cit., 88 og 102; Jonna Louis-Jensen,
Kongesagastudier (Bibliotheca Arnamagnæana XXXII, Kh. 1977),
19-20).
Þorlákstíðir fylla mestan hluta hins brotsins, AM 241 a fol. (Anti-
phonarium); þær standa á bls. 36-56, en brotið allt tekur yfir bls. 35-
58, eins og áður segir. í doktorsritgerð sinni um Þorlákstíðir, þar sem
bls. 36-56 í AM 241 a fol. eru ljósprentaðar, ályktaði Róbert A. Ottós-
son á grundvelli nótnagerðar að AM 241 a fol. (Antiphonarium) væri
ritað á tímabilinu frá miðri 14. öld til miðrar 15. aldar, og hann taldi
að rithönd textans færi ekki í bága við þá tímasetningu. (Sancti Thorlaci
Episcopi Officia Rhythmica et Proprium Missæ in AM 241 a folio
(Bibliotheca Arnamagnæana Suppl. III, Kh. 1959), 44.)
í andmælum sínum lýsti Magnús Már Lárusson fáeinum einkennum
textaskriftarinnar og taldi þau sýna “að blöðin hafi verið skrifuð á
öðrum fjórðungi 15. aldar elzt” (op. cit., 90), en í ensku ágripi and-
mælanna er fullyrt að þessi hluti AM 241 a fol. sé úr “a . . . liturgical
book, dating from the first quarter of the fifteenth century” (op. cit.,
118). Hér hefur eitthvað skolast til, en ályktunin í íslenska textanum er
röng og tímasetningin í enska ágripinu full-þröng.
Örlítill munur er á skriftinni á bls. 35 annars vegar og bls. 36-58
hins vegar, en ekki er þó ástæða til að ætla annað en að einn skrifari
hafi verið að verki, sem líklega hefur gert hlé á milli efnisþátta, þegar
að Þorlákstíðum kom; e. t. v. hafa Þorlákstíðir ekki verið í aðal-forriti
hans. Rithönd þessa skrifara er nauðalík þeirri rithendi sem er á megin-
hluta lögbókarinnar AM 354 fol., Skálholtsbókar yngri, og líklegt má