Gripla - 01.01.1982, Side 324
320
GRIPLA
telja að sami maður hafi ritað báðar bækurnar. Eins og nefnt er framar
í þessari Griplu (‘Af Skálholtsvist Skálholtsbókar yngri’, 197), má skipta
hlutdeild aðalskrifara Skálholtsbókar í þrennt eftir skriftarlagi, en AM
241 a fol. (Antiphonarium) skipar sér ekki eindregið á bekk með nein-
um einum þessara þriggja hluta, einna helst þó miðhlutanum (2) að
öðru leyti en því, að söngbókartextinn er settari. Af skriftarlagi verður
því ekki ráðið með vissu hvort AM 241 a fol. (Antiphonarium) sé skrif-
að fyrr eða síðar en Skálholtsbók ellegar á ritunartíma hennar, sem
hefur verið innan tímamarkanna 1396-1420 samkvæmt fyrrnefndri
grein — trúlega nær fyrra markinu. Ohætt mun þó að fullyrða að AM
241 a fol. (Antiphonarium) sé skrifað einhvern tíma á áratugunum
kringum aldamótin 1400, þ. e. a. s. nálægt miðju því tímaskeiði sem
Róbert A. Ottósson skipaði því á af vísindalegri varkárni.
I áðurnefndri grein um Skálholtsbók yngri var sýnt fram á að sú bók
hefði verið í Skálholti frá því að hún var nýskrifuð, og líklegt er því að
hún hafi verið skrifuð á staðnum. AM 241 a fol. (Antiphonarium) var
eign Skálholtskirkju 1597 (sbr. Róbert A. Ottósson, op. cit., 35), og
skriftarlíkindin við Skálholtsbók yngri eru eindregin vísbending um að
þetta handrit hafi einnig verið skrifað að stóli Þorláks biskups — e. t. v.
á dögurn Vilkins biskups (1394-1405), sem ‘byggði og sancti Þorláks
höfuð meður klárt silfur og lagði sjálfur þar út í hans helgan dóm,
hausinn heilan óbrotinn’ (Nýi annáll; sbr. Magnús Már Lárusson, op.
cit., 96-97). s.K.
SALTARABROT í SVÍÞJÓÐ MEÐ STJÓRNARHENDI
í kaflanum ‘The Pater Noster Psalter. A Psalter of Fifteen Divisions
Used in the Scandinavian North’ í bókinni Liturgica Islandica I. Text
(Bibliotheca Arnamagnæana XXXV, Hafniæ 1980), bls. 120-21, gerir
Lilli Gjerlpw grein fyrir einu blaði úr saltara, sem hefur verið haft í
kápu utan um sænska reikninga árið 1578. Þetta blað er varðveitt í
Kammararkivet í Ríkisskjalasafni Svía og ber safnmarkið Cod. fragm.
Ps 24 í óprentaðri skrá Toni Schmid. í Liturgica Islandica II. Fac-
similes (Bibliotheca Arnamagnæana XXXVI, Hafniæ 1980), bls. 128-
29, er birt mynd af fremri blaðsíðunni allri minnkaðri og efri hluta
hennar í réttri stærð, en þar er við upphaf 80. Davíðssálms myndstafur
með heilagri þrenningu (‘náðarstóll’).