Gripla - 01.01.1982, Page 325
SAM TÍNINGUR
321
Skömmu eftir útkomu bókarinnar benti Guðbjörg Kristjánsdóttir list-
fræðingur mér á að mjög náinn skyldleiki væri með lýsingu þessarar
blaðsíðu og lýsingum í Stjórnarhandritinu AM 227 fol. (sbr. ljósprent
að handritinu öllu í Stjórn. AM 227 fol. (Corpus Codicum Islandico-
rum Medii Aevi XX, Copenhagen 1956) og sýnishorn m. a. í Icelandic
Illuminated Manuscripts of the Middle Ages (Corpus codicum Islandi-
corum Medii Aevi VII, Copenhagen 1935) og einkum í bók Selmu
Jónsdóttur, Lýsingar í Stjórnarhandriti (Reykjavík 1971)).
Samanburður á skrift þessarar saltarablaðsíðu og skrift Stjórnarhand-
ritsins leiðir í ljós að saltarabrotið er með sömu hendi og fyrri hluti
Stjórnar, en á það hefur áður verið bent að 1. hönd Stjórnarhandritsins
AM 227 fol. væri að finna í tíu öðrum íslenskum handritum og hand-
ritabrotum (sbr. Jakob Benediktsson, Rómverjasaga. AM 595 a-b 4to
(Early Icelandic Manuscripts in Facsimile XIII, Copenhagen 1980),
bls. 10-12 með tilvísunum). Þetta latneska saltarabrot er því örugglega
skrifað af íslendingi, en er ekki ‘a Swedish one’, eins og Lilli Gjerlpw
hugði (Liturgica Islandica /, bls. 101).
Af þessu leiðir að hæpið er að álykta út frá vist saltarablaðsins í Sví-
þjóð á ofanverðri 16. öld að sú tegund saltara sem þarna er um að ræða
hafi verið höfð um hönd í Uppsalaerkibiskupsdæmi á miðöldum (sbr.
Liturgica Islandica I, bls. 101). Ferill saltarans verður ekki rakinn, en
á það má minna að eitt íslenska handritsbrotið með sömu hendi er NRA
62 úr Karlamagnús sögu og með hinni hendinni á Stjórnarhandritinu
AM 227 fol. er Stjórnarbrotið NRA 60 A; bæði þessi brot hafa varð-
veist í Noregi (sbr. Stefán Karlsson, ‘Islandsk bogeksport til Norge i
Middelalderen’, Maal og Minne 1979, bls. 11 með tilvísunum í 45. grein
á bls. 17). í þeirri bókagerðarmiðstöð sem skrifari saltarabrotsins í Sví-
þjóð hefur starfað við hafa því að öllum líkindum verið gerðar bækur
öðrum þræði fyrir norskan markað, og vel má vera að saltarinn hafi
verið fluttur til Noregs nýskrifaður, en frá Noregi lágu margar leiðir til
Svíþjóðar á síðmiðöldum, eins og kunnugt er. Á það má líka minna, að
um miðbik 14. aldar þurftu íslendingar löngum að leita til Svíþjóðar eða
a. m. k. austur á Halland, ef þeir ætluðu að finna konung sinn; saltara-
blaðið sýnir glöggt að sú bók sem það er úr hefur verið gersemi, sem
íslenskur fyrirmaður hefði talið konung fullsæmdan af að þiggja að
gjöf.
íslensku handritin ellefu með saltarahendinni hafa verið talin skrifuð
á 14. öld, á síðari hluta 14. aldar og um eða skömmu eftir miðja 14.
Gripla V — 21