Gripla - 01.01.1982, Page 326
322
GRIPLA
öld. Óvarlegt er að tímasetja handrit á grundvelli skriftar og stafsetn-
ingar innan þrengri tímamarka en hálfrar aldar, og fyrri tímasetningar
mætti e. t. v. sameina með því að telja líklegt að þessi handrit séu
skrifuð á tímabilinu 1330-1380. Það virðist því óhætt að fullyrða að
íslenska saltarabrotið í Ríkisskjalasafni Svía sé heldur eldra en Lilli
Gjerl0w taldi (“fifteenth century, first half”). s.K.
REGLUR UM SKRIFT OG LATÍNUFRAMBURÐ
Eftirfarandi vísur hafa verið skrifaðar á 18. öld í handritið Add.
11.157 í British Library í Lundúnum, sem á eru ýmsar sögur. Vísurnar
standa á f. 99v (að því er virðist, en útgefandi þekkir handritið aðeins af
ljósmyndum).
Fyrstu fjórar vísurnar eru skrifaðar í samfellu, enda þótt fyrirsögnin
fyrir þeim eigi aðeins við þrjár þeirra, og síðan er fimmta vísan skrifuð
með sömu hendi, en sérstakri fyrirsögn. Sjötta vísan er með öðru
skriftarlagi, en e. t. v. sömu hendi.
Vísurnar eru prentaðar hér stafrétt að öðru leyti en því að notkun
upphafsstafa er samræmd, enda er víða torgreint á milli stórra stafa og
lítilla, þrátt fyrir reglu fyrstu vísunnar, og sýnir það — ásamt texta-
spjöllum a. m. k. í 1.2 — að skrifarinn er ekki höfundur vísnanna. Rétt
er að nefna það sérstaklega, að þeir bókstafir sem nefndir eru í vísunum
eru sumir skrifaðir sem stórir stafir, þ. á m. i í 2.1 og 4.3, sem er skrifað
J og depill yfir á fyrri staðnum í samræmi við regluna sem þar er gefin.
Hér eru bókstafirnir skáletraðir þegar þeir gegna hlutverki orða. í
prentuninni er ekki greint á milli ‘króka-'>’ og þess ‘langa’, og ekki er
haldið ‘striki’ yfir u-i.
Regla ad skrifa riett:
(1) Alltýd take sitt vpphaf/ so ej af þuj breiti/
manna n0fn á störum staf/ stada og bæja heitj/:
(2) Punctenum sneidest alldrej i/ nie nið sijnu strike/
Þo ávallt giæter þu ad þuj/ þa er þad ecke miked/:
(3) Kröka ess i vpphaf ber/ og alicktun ad senda/:
Liötlegast hid lánga fer/ ef lafer i ordsinz enda/:
(4) Ef a, o, ú kiemur epter c/ ad þuj skalltu kueda sem k/
enn ef þad er i: edur e\/ ess má heita stafur sá/: