Gripla - 01.01.1982, Page 328
324
GRIPLA
Fornbréfasafni saman við handrit og eru leshættir alls staðar ótvíræðir
og réttir.
í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (VI. s. 117) er orð-
myndin Emburhöfði. Síðan er alls staðar notuð myndin Emburhöfði,
og verða nú nefnd fáein dæmi. Árið 1781 er þessi jörð færð í Dag-
verðarnessókn úr Staðarfellssókn (Lovsamling for Island. Kbh. 1854.
IV. s. 594-595). í jarðabók Orms Daðasonar yfir Dalasýslu frá 1731 er
þessi jörð nefnd (Saga. Tímarit Sögufélags. 1965. s. 190). í sóknalýs-
ingum Dalasýslu, sem eru óprentaðar, en varðveittar í ÍB. 20, fol., nota
þeir feðgar Jón Gíslason og Þórleifur Jónsson í Hvammi orðmyndina
Emburhöfði (bl. 255r). Lýsingin er með hendi hins síðarnefnda og
undirrituð í sept. 1839. Séra Friðrik Eggerz prestur í Skarðsþingum
segir svo um Emburhöfða í lýsingu sinni frá 15. sept. 1845: ‘Mun ei
nafn höfðans vera af framandi orði, heldur en afbakað, og géta útlagst
fyri ljensmannshöfða’ (bl. 276r). Ekki er mér ljóst, hvað séra Friðrik
Eggerz á við með þessari orðskýringu. Nú verður þessari upptalningu
lokið með tilvísun til bréfa frá Boga Benediktssyni á Staðarfelli, höfundi
Sýslumannaæfa, frá 1841, en þau eru varðveitt meðal bréfa til biskups
úr Dalaprófastsdæmi. Deilur voru um tíund af Emburhöfða, og þess
vegna telur Bogi upp mörg bréf um hann frá 1698 og síðar og notar
hann alls staðar nafnmyndina Emburhöfði.
Niðurstaðan af þessu öllu er þá sú, að elstu heimildir (eða heimild)
nota orðmyndina Einkurhöfði. Aðeins eitt dæmi annað en frá Birni
Halldórssyni er kunnugt um myndina Amburhöfði. í þessum dæmum
eru bréfin aðeins varðveitt í yngri uppskriftum. Allar heimildir þar sem
kunnugir menn eru viðriðnir nota orðmyndina Emburhöfði, og eru
elstu handrit þeirra eldri en dæmin um Amburhöfða. Hver er þá or-
sökin fyrir þessum mismunandi orðmyndum? Við því verður ekki gefið
viðhlítandi svar. Orðmyndin Einkurhöfði gæti verið misritun eða mis-
lestur, mb yrði þá að ink. Þetta verður þó ekki fullyrt og einnig gæti
verið um forna hliðarmynd að ræða. Amburhöfði kemur aftur á móti
fyrir í tveimur að því er virðist óháðum heimildum, sem gæti bent til
tvímyndarinnar Ambur/Embur. Þó gæti í skjalinu verið misritun, en í
dæminu frá Birni Halldórssyni gæti komið fram leiðréttingartilraun, en
Jón Helgason segir svo um Björn Halldórsson sem orðabókarhöfund:
‘En af B. H.s skavanker som leksikograf træder klart frem i hans kom-
mentarer, nemlig hans tendens til at hengive sig til etymologiske speku-