Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 23
EIMREIÐIN
BLÓMIN OQ VEÐRIÐ
215
anna það, að lýsa því fólki, sem er á sveimi úti á kvöldin og
nóttu til.
Nei, þau eru svolítið eigingjörn blómin líka; þau eru hér
að hugsa um sjálf sig, eða réttara sagt, um nokkuð skrítið,
sem þau eiga í pokahorninu, sem þeim er ant um, og þolir
illa rok og regn; þetta lítið skrítið, sem blómið er að skýla
°3 vefja sig utan um til varnar, er efnið í afkvæmi, efnið í
annað blóm, sem næsta sumar á að skreyta landið, gleðja
augað ag senda ilm í allar áttir.
Ef blómin gætu ekki lokað hjá sér eða litið undan, þegar
^vassviðri er og regn, þá mundi duftið skemmast af vatninu
eða fjúka út í veður og vind, og þá yrði blómabygðin þunn-
skipuð, þegar fram í sækti. —
Það hagar nokkuð líkt til í blómaheiminum sumstaðar, eins
°9 í mannheimum, að viðhaldið er bundið við tvent. Ekki gott
að blómið, fremur en maðurinn, sé einsamalt. En svo nær
líkingin ekki lengra. Blómin komast ekki að heiman, og um
stefnumót getur því ekki verið að ræða. Milli blómanna sumra
verða öll viðskifti að fara fram gegnum pósta; og blómin eru
^ér langt á undan mönnunum, því þau hafa frá ómuna tíð
notað flugvélar í þessar póstferðir; og flugvélarnar eru fiðr-
ildin og flugurnar; með litskrúði sínu draga blómin þessa
Pósta að sér> halda þeim veislu með hunangi og sætindum,
°9 til þess að launa allar þessar veitingar, taka svo þessir
Póstar með sér, þegar þeir fara, svo lítið af fræduftinu, og
skila því í önnur blóm, því þeir þurfa víða við að koma.
Með þessum flutningi vinna flugurnar og fiðrildin fyrir sér
a sumrin; ef þeim dytti í hug, eins og sumu fólki, að gera
yerkfall, mundi, er frá liði, dauflegt að litast um í blómabygð-
lnn>; þau mundu þá tína tölunni, blómin fríð í fjallahlíð, og
^egursta sumarskrautið smátt og smátt hverfa. En fiðrildin eru
vitrari en svo; þau una sér við iðju sína og afla, og meðvit-
Ul>dina um, að þau eru að sá fyrir ókomna tíð.
Sjálfsagt gæti vindurinn að sumu leyti tekið að sér þessar
Póstferðir; en hann er oft of sterkur, harðhentur, klunnalegur,
W að fara með slíkan dýrindis varning, mundi oft tæta hann
°S þyrla honum í allar áttir, svo að helmingurinn, eða meira,