Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 28
220
TVÍS0NGSLISTIN Á ÍSLANDI
EIMREIÐirt
kalvínsku kirkjunni á Hollandi, Þýskalandi og í Sviss hjá
þýskumælandi fólki.
Frá Goudimel er það enn fremur að segja, að einn af
lærisveinum hans var hinn frægi Palestrina (Giovanni), sem
mestur er allra tónskálda kaþólsku kirkjunnar (f 1594). Með
honum náði lagfræðin frakknesk-niðurlenska hámarki sínu.
Allir þeir, er nú á dögum hafa reynt að færa kirkjusönginn
í fornari og veglegri búning, hafa numið staðar, er þeir komu
að honum.
Það er síðast sagt frá Goudimel, að hann hafi verið niyrtur
í Lyon í Frakklandi, ásamt fleiri trúbræðrum sínum, Bartóló-
meusnóttina minnilegu (1572).
Hve nær barst lagfræðin út hingað?
Alt virðist benda til þess, að hún hafi komið hingað frá
Danmörku með hinum dönsku skólameisturum, er biskupar
vorir fengu til skólanna á Hólum og í Skálholti fyrst framan af.
Og telja má það víst, að lagfræðin eða diskant-söngurinn
hafi verið kendur í Skálholtsskóla á dögum Gísla biskups
Jónssonar (f 1587) og Odds biskups Einarssonar (f 1630).
A dögum Gísla biskups kendi Erasmus Willadtsson, jóskur
að ætt, diskantsöng; hann var skólameistari á árunum 1551 —
64. Síðan varð hann prestur að Görðum á Alftanesi, að Odda
1569 og Breiðabólstað í Fljótshlíð 1576 (f 1591). Hann mun
hafa verið einn hinn merkasti kennimaður sunnanlands á sín-
um tíma. Biskupsembættinu í Skálholti gegnir hann frá því
er Gísla biskup leið og til þess er Oddur biskup tók við
(1589), og þótti mörgum hann vel fallinn til biskupstignar, ef
hann hefði eigi verið danskur að ætt.
A dögum Odds biskups er sérstaklega getið eins söng-
kennara, Sigurðar Stefánssonar (f 1594); hann var skóla'
meistari í Skálholti.
Oddur biskup var sjálfur manna söngfróðastur á sínum
tíma og smekkvís í þeirri grein. Guðbrandur biskup viður-
kendi það líka með því, að hann gaf út hina fyrstu messu-
söngsbók á íslensku: Gral/arann (Graduale), í samráði við
Odd biskup (1594). Oddur biskup ritaði formála fyrir fyrstu
útgáfunni, og er það hið elsta ágrip af almennri kirkjusöngs-