Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 22
214 BLÓMIN OG VEÐRIÐ eimreiðin svo hitt, hve húsakynm voru lítilfjörleg víðast á fyrri árum og gluggar smáir. En hitt gat varla dulist því fólki, sem meiri hluta sólar- hringsins var að útivinnu innan um blómin, bæði í túnum og á útjörð, að þau eru ekki, fremur en fólk og fénaður og loft- þyngdarmælirinn, »vitundar«laus um það, hverju viðrar, eða að minsta kosti er svo um mörg af þeim. Þegar regnið skellur á, fer fólkið í skjólföt, og ef mikil brögð eru að, í hús; geitur og hænsni þjóta í ofboði í kofa sína, sauðfé í skúta og undir börð, en heimasæturnar, blómin, sem áður opnuðu allar dyr fyrir biðlunum, fiðrildunum og sólargeislunum, þau taka sig þá til og loka í skyndi öllum gáttum, til þess að ekki rigni inn til þeirra. En eg hefi Hka einhversstaðar rekið mig á lýsingu á blómum, þótt eigi séu þau hér á landi, sem loka áður en veðrið skellur á; það er eins og þau viti á sig veðrið; blóm, sem svo haga sér, eru hinir eiginlegu veðurvitar meðal blómanna; ættu þeir, sem eru í sveit á sumrum og gaman hafa af blómum, að athuga þetta að því er íslensk blóm snertir. Vfir að líta leynir það sér ekki, að öðruvísi liggur á flest- um blómum er sól skín í heiði, en þegar loft er drungalegt; það þarf ekki að líta til lofts út um baðstofugluggana í sveit á sumarmorgni, til þess að fara nær um, hvort væta er eða regns von; það þarf ekki annað en horfa út á túnið; ef blómin »sofa«, þarf ekki fleiri vitna við. En blómin sofa ekki öll á sama hátt, byrgja ekki öll ásjónu sína eins; sum loka hjá sér, fella blóm og bikarblöðin saman; önnur líta undan, sveigja blómin til jarðar; sum eru viðkvæm- ari, finna eins og á sér að regn er í nánd og loka áður en það kemur; önnur þá fyrst er farið er að rigna, og hvernig hver blómategund hagar sér í þessu efni, væri bæði gaman og til fróðleiks að athuga fyrir þá, er til þess hafa tíma og tækferi- Eg býst nú ekki við að þeir séu margir, sem líta svo a- að blómin loki hjá sér og feli sig, er illviðri er í nánd, *'l þess að gefa mönnunum vísbendingu um veðrið, eða til að hotta á þá að fara í skjólfötin eða hypja sig í hús; og Þ° væri þetta ekki fráleitara en að hugsa sér aðalhlutverk stjarn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.