Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN
ÍSLENSKUR HÁSKÓLI
239
stofur læknadeildar, salur (gegnum báðar hæðirnar) og nokkur
önnur smáherbergi og inngangar. A efri hæðinni átti að vera
1 kenslustofa, 5 tilraunastofur og safnaherbergi læknadeildar,.
bókmentavinnustofa, 2 kennarastofur og 2 námsherbergi önnur.
~~ A þriðju myndinni sést uppdráttur, sem hr. Guðjón Samú-
elsson húsameistari ríkisins gerði, þegar allmikið umtal var
Uln það, að hafa háskólann áfram í alþingishúsinu, sem nú
er> annaðhvort með þinginu, eða einsamlan, og fengi þá þingið
annað hús. Átti þá að reisa nýtt hús, þar sem nú stendur
Soodtemplarahúsið, og tengja það við alþingishúsið vestan-
Vert, eða nýtt hús, sem reist yrÖi þar við, á Halldórs Frið-
rikssonar lóðinni svo nefndu, með tveimur álmum, annari
Vestur á norðurenda templaralóðarhússins, og skyldi hún mæta
hinni, suður og síðan vestur úr H. F. húsinu. Myndaðist
Þannig allmikil húsaröð af þessum álmum, og þrír garðar á
milli, alþingisgarðurinn, sem nú er, og tveir aðrir. Nýja bygg-
'ngin á goodtemplaralóðinni átti að verða um 30 og 25 m. á
^eri9d hvor hliðin, reist í horn við Templarasund og Vonar-
stræti, og um 10 m. breið, og einn garðurinn svo inn á milli
álnianna. En húsið á H. F. lóðinni átti að vera um 15 m. út
Kirkjustræti, en álman suður úr því um 26 m. Á stofu-
^æð stóra hússins, stúdentabýlisins, áttu að vera auk fordyra,
Sanga o. sl., 12 stúdentaherbergi og íbúð fyrir einn háskóla-
^ennara (umsjónarmann), 5 herbergi, eldhús og anddyri. Á
n®stu hæð þar fyrir ofan átti að vera stór lestrarsalur og
^ stúdentaherbergi. Á þriðju hæðinni áttu enn að vera 11
stúdentaherbergi, eða alls 40 í húsinu, og hátíðasalur, og
n°kkur smáherbergi. En í kjallara átti að vera eldhús, búr,
s*ór þrískiftur borðsalur, baðhús, leikfimissalur, geymslur, dyra-
varÖarbústaður o. sl. Þetta er þó að eins í aðalhúsinu, en
^'lliálmurnar eru ekki »innréttaðar« á uppdráttunum. í H. F.
húsinu áttu á stofuhæðinni að vera 5 tilraunastofur lækna-
deildar og biðstofa. Á 1. hæðinni þar átti einnig að vera
eldhús, veitingastofa, bókastofa, Iestrarstofa og 1 stofa að
auki, 0g á 2. (súðar) hæð 4 herbergi. Af háskólakennurunum
^Un það einkum hafa verið Guðm. Hannesson, sem bar þessa
a®tlun fyrir brjósti, og var þá gert ráð fyrir því, sem nú mun
anð rangt, að landið, eða bærinn, ætti goodtemplaralóðina eða