Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 25
eimreiðin TVÍSONGSLISTIN Á ÍSLANDI 217 söngslistina, eins og hún var hér á hans dögum, og fer um það svofeldum orðum: »Að því er sönglist og lagfræði (þ. e. kontrapunktik, pundus contra punctum, þ. e. nóta gegn nótu) snertir, þá hafa landar mínir ekki verið svo illa að sér, að þeir hafi ekki getað búið til hljóðfæri á eigin spýtur og tekist vel. Og lagfræðina hafa þeir þekt alt fram á þennan dag. Sumir hugsa jafnvel upp lög með fjórum, fimm eða fleiri röddum og syngja þau all- laglega« (Ólafur Davíðsson: ísl. skemtanir). Það, sem Arngrímur segir hér um lagfræðina (raddsetn- ingu sinnar aldar) lætur nútíðarmönnum undarlega í eyrum. Eða var ekki tvísöngurinn að eins tvíraddaður? Og í radd- söng vorra tíma eru eigi hafðar fleiri raddir en fjórar. Hvaðan kemur þá Arngrími það, að samtíðarmenn hans hafi búið til lög með fimm eða fleiri röddum og sungið þau? Er hann ekki að vaða reyk í þessu efni, svo lærður sem hann var? Nei, því mun fjarri fara. Arngrímur var bæði lærður og óljúgfróður; það ber öllum saman um, sem lesið hafa rit hans; hann hefir sannvitað þetta, heyrt menn syngja lögin með öll- um þessum röddum. Til þess nú að skilja, hvað Arngrímur fer, þarf eigi annað en að gera sér nokkra grein fyrir, hvernig sönglistinni var varið um og fyrir hans daga. Hún var þá mjög ólík því, sem hún er nú, að því er raddsetningu og annað snerti. Og þó var hún á þroskaskeiði á þeim dögum, og raddsetningin þá var vísir þeirrar raddsetningar, sem vér þekkjum nú. Tuísöngurinn (discantus, diskant-söngurinn) er æfagömul list, og er fyrsti vísir hins margraddaða söngs á vorum dög- uni. Hann hefst fyrst á 12. öld á Norður-Frakklandi, einkum ■ París og. síðar í borginni Cambrai, skamt suður og austur frá Lille. Uppruni tvísöngsins er í fæstum orðum á þessa leið: Hinn fornrómverski kirkjusöngur (cantus firmus eða cantus planus) þótti hægfara og tilbreytingalítill. Þá var það, að góðir söngmenn í París og víðar hófu þá nýbreytni að búa til ný lög og syngja þau tveimur, þremur, fjórum og oftast fimm lónum ofar eða neðar en stofnlögin, eða hin fornu kirkjulög. Eetta þótti breyting til bóta. Á sama hátt fóru þeir líka með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.