Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 56
248 TÍMAVÉLIN eimreiðin mér fanst hann minna mig á forn-fönikska skrautlist, og eg tók eftir því, að myndirnar voru mjög brotnar og úr sér gengnar. Fjöldi ljósklæddra vera mætti mér í hliðinu, og nú var haldið áfram inn í húsið svona: Eg í óhreinum nítjándu aldar fötum, stór og Iuralegur, allur skreyttur blómum seni mest mátti verða, en í kringum mig bylgjaðist múgurinn af þessum bjartleitu, mjúkklæddu verum, með hvíta, mjúka limi, og sítalandi og síhlæjandi með þessum hljómþýða og blse- fagra hreim. Þegar inn úr þessu stóra hliði kom, tók við anddyri rúm- gott, tjaldað brúnu. Þakið var í skugga, og inn um gluggana, sem sumpart voru með lituðum rúðum og sumpart rúðulausir, streymdi takmörkuð birta. Gólfið var búið til úr afarstórum hnullungum af einhverjum hörðum, hvítum málmi; það voru ekki plötur eða steinar, heldur hnullungar, og það var svo slitið, líklega af umgangi um margar liðnar aldir, að þar sem umferðin var mest, voru komnir djúpir troðningar. Þversum > þessum sal voru óteljandi borð úr fáguðum steini, h. u. b. fet á hæð frá gólfi, og á þeim voru hrúgur af ávöxtum. Sumir þessir ávextir sýndust mér vera margsinnis stækkuð ribsber og appelsínur, en flesta þeirra kannaðist eg alls ekki við. Milli borðanna voru púðar á víð og dreif um gólfið, 08 settust förunautar mínir á þá, og bentu mér að gera eins. An nokkurra umsvifa eða undirbúnings tóku þeir að eta ávextina, og köstuðu hýði og skrælingi í kringlótt göt, sem voru utan á hliðum borðanna. Mér þótti ekki margt að því, að fara að dæmi þeirra, því að eg var bæði þyrstur og svangur. A meðan litaðist eg vandlega um í salnum. Og það sem eg varð ef til vill mest undrandi yfir, var það, hve alt sýndist vera orðið hrörlegt og úr sér gengið. Lituðu gluggarnir, sem voru með ýmsum flatarmálsmyndum, v°rU brotnir víða og rúðulausir, og tjöldin, sem hengd höfðu verið fyrir þá að neðan, voru þakin ryki. Hornið á marmaraborð- inu, sem að mér sneri, var brotið. En þrátt fyrir þetta var salurinn frábærlega skrautlegur og fagur. Það hafa líkle9a verið nokkur hundruð manns, sem sátu þarna að máltíðinm, og flestir eins nærri mér og unt var, til þess að sjá mig sem best með þessum litlu, blikandi augum sínum. Allir voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.