Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 7
eimreiðin
UPPELDI OG SKÓLAR
199
ast við það, heldur einnig vinnuvilji og leikni í handbrögðum.
Einföld vel æfð grundvallarhandtök mundu verða börnunum
dýrmætur fjársjóður í lífinu, hvaða störf sem þau hefðu á hendi.
Vinnan gæti stutt mjög aðrar námsgreinir, t. d. móðurmálið,
eðlisfræði, náttúrusögu, reikning o. fl.
Það er furðulegt, að mentamálanefndin skuli ekki hafa séð
sér fært að gera neinar kröfur til skólanna í þessu efni. Það
sem um getur í 10 lið 2. gr. fræðslulagafrumvarpsins er ekki
stílað til skólanna beinlínis, heldur til heimilanna og mundi í
framkvæmdinni verða gagnslaust með öllu. Virðist mér þó
svar séra Einars Pálssonar í Reykholti veigamikið. Hann segir:
(bls. 30). »Eitthvað einfalt og gagnlegt, en annars nokkuð
óákveðið sitt fyrir hvern, því að eitt barnið kann þetta og
annað hitt. Nefna má að kenna að þvo sér hátt og lágt, og
hirða hár, tennur, neglur, þvo (föt, gólf, leir) og bæta, prjóna,
hrýna, tálga, reka nagla, nota sporjárn og sög og þjöl, hefla
03 búa til smáhluti, strika pappír 0. s. frv«.
Kostnað nokkurn mundi vinnukensla hafa í för með sér í
byrjun, því að ný kensluáhöld yrði að fá og ef til vill stækka
húsakynni sumstaðar. En með hagsýni og sparnaði mætti
draga úr kostnaðinum. Mætti t. d. smíða þannig gerð skóla-
borð, að þau gætu verið vinnuborð og áhaldaskápur barnanna
lafnframt því að vera skrifborð. Gæti þá vinnukensla farið
fram í sömu stofu og önnur kensla. Kostnaður við kensluna
Vkist að vísu nokkuð, en ekki væri víst að endilega þyrfti að
(á nýja fastakennara til sérhvers skóla, því bæði mundu sumir
kennarar, sem nú eru starfandi, geta kent ýmislegt verklegt,
sem börn hefðu gott af að læra, og í flestum kauptúnum eru
•ðnaðarmenn, sem gætu kent hver sína iðngrein með aðstoð
aðalkennarans.
Af því, sem kent yrði, má fyrst og fremt nefna smíði úr tré,
heini, horni og e. t. v. blikki, viðgerð ýmsra hluta t. d. skóa,
bókband, bastvinna, prjón, viðgerð fata, saum einfaldra flíka
fl. 0. fl. Haganlegast hygg eg alls vegna, að taka eitt fyrir
1 einu, t. d. 1—2 mánuði í senn og leitast við, að gera börnin
fær um að leysa eitthvað af hendi á eigin spítur. Þess skyldi
°9 vandlega gæta að láta börnin fást við það, sem getur orðið
að Sagni, en ekki eitthvert fitl út í bláinn.