Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 4
196 UPPELDI OG SKÓLAR EIMREIÐIN ekki nóg að hafa heyrt, hvernig eigi að beita hendinni við það; við verðum að láta hendina gera það sjálfa. Og það er ekki nóg, að láta hana gera það einu sinni eða tvisvar á réttan hátt; við verðum að temja okkur leikni með ótal endur- tekningum. Þessa leikni í handbrögðum skortir okkur tilfinnanlega, og hygg eg, að bæta mætti mikið úr þeim skorti með því að leggja meiri áherslu á líkamsuppeldið í skólunum en nú er gert. Mundi það hafa mikil áhrif á uppeldi sálárinnar, beinlínis og óbeinlínis. Það er ekki nóg að muna eða vita feiknin öll, ef maður getur lítið eða ekkert. Og það er ekki nóg að geta margt og mikið, ef maður vill lítið eða ekkert. Frumafl mannsins er viljinn. Fyrst og fremst ættu skólarnir að þroska vilja barnanna og það geta þeir best með iðkun. í skólum í Aberdeen, sem eg skoðaði vorið 1920, lærðu nemendur handtök við fjölda algengra starfa. Kent var t. d.: að búa til og gera við hluti úr tré, blikki og pappa, skósmíði eða skóviðgerð, bókband, bastvinna, útskurður, mótun mynda úr leir o. s. frv. Stúlkum var k'ent að hirða um húsgögn, búa um rúm, raða húsgögnum í stofur, svo að snoturlega færi og auðvitað eldhússtörf, viðgerð fata, saumur o. þ. h. I kjallara eins skólans var sundlaug 60 X 12 álna, og var í hana veitt heitu og köldu vatni eftir vild. Var það ein kenslustofan. Annar útbúnaður skólans var eftir þessu. Eg veitti því eftir- tekt, að Aberdeenbúar voru rösklegri í fasi, en menn í öðrum borgum Skotlands, sem eg kom í, enda var meiri velmegun þar en annarsstaðar. Mentamaður skotskur sagði, að það væri alment viðurkent, að Aberdeenbúar væru duglegustu nýlendu- menn Skota. Ekki veit eg, að- hve miklu leyti skólar þeirra eiga þátt í að ala upp þessa duglegu menn, en áhrif þeirra hljóta að vera mikil, þegar þess er gætt, að börnin eru í skól- anum alt að 100 mánuðum alls. Mér virtust þessi börn meira vakandi og ekki eins sljófguð og börnin í skólum í Kaup- mannahöfn, enda voru kenslustundir í andlegum nárnsgreinum að því skapi styttri sem börnin voru yngri, alt að 20 mínútur stytstar, en ekki full klukkustund í öllum bekkjum, eins og hér og í dönskum skólum alment. Við getum ekki fyrst um sinn hugsað til að gera skóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.