Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 36
eimreiðin
íslenskur háskóli.
Eftir Vilhj. Þ. Gíslason.
Háskólar, í svipaðri mynd og nú
tíðkast, eru, eins og kunnugt er,
allgamlir. Er skólinn í^Salerno á
Ítalíu venjulega talinn einna elstur,
og var þó einkum, eða nær ein-
göngu, læknaskóli, og má því telja
Bologna-skólann, sem er nokkru
yngri, fremur fyrirmynd seinni há-
skólanna, og þó máske sérstaklega
Parísarháskólann, eftir að hann
komst á fót. Er hann alkunnur úr
íslensku sögnunum um svartaskóla.
En í rauninni er þessi háskólahug-
mynd miklu eldri. T. d. er akademi
Platos og aðrir svipaðir fornaldarskólar þar á eftir, í sjálfu
sér reistir á svipuðum grundvelli og líkri hugmynd, þó að-
stæðurnar væru aðrar og skipulagið hafi breytst og ummynd-
ast með árunum og skólarnir aukist á ýmsa lund. Svipuð
hugmynd hafði einnig komið fram hér í álfunni norðan fjalla
miklu fyr en venjulegt er að rekja háskólahugmyndina, Þar
sem Karl mikli hafði ráðgert að stofna eins konar læknaskóla
í Thionville 813. Annars voru einnig til á miðöldunum sam-
bönd, eða nokkurs konar skólaheildir kennara og námsmanna,
— universitas magistrorum et scholarium — áður en eigiu;
legir, fastir og skipulagsbundnir háskólar komust á fót. A
Norðurlöndum voru háskólar ekki stofnaðir fyr en undir lok
15. aldar, fyrst Uppsalaháskóli 1477, og síðan Kaupmanna-
hafnarháskóli tveimur árum síðar. En í Noregi var, eins o3
kunnugt er, ekki stofnaður háskóli fyr en löngu seinna,
eða 1811.
En íslendingar fengu svo ekki háskóla fyr en hundrað ar-
um þar á eftir, eða 1911, og má þó segja um hann að sumu
Vilhj. Þ. Gíslason.