Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 54
246 TÍMAVÉLIN EIMREIÐIN og herðunum. Það var eins og þeir væru að sannfæra sig um, að eg væri virkilegur. Það var ekkert við þetta, sem gerði mig órólegan. Það var eitthvað við þetta litla, fallega fólk, sem rak allan ótta á brott, eitthvað meinleysislegt, barnalegt og göfugt. Og svo var það svo smávaxið og veikbygt, að eg sá, að eg mundi geta þeytt tylft af þeim út í veður og vind eins og heytuggu. En eg gerði snögga hreyfingu til þess að vara þá við, þegar eg sá að litlu hendurnar fóru að þukla vélina. Þetta varð mér til láns, því eg mundi eftir dálitlu, sem síðar gat verið um seinan að muna. Eg rétti hendina yfir þverslána, og skrúfaði báðar sveifarnar, sem settu vélina af stað, af, og stakk þeim í vasann. Því næst sneri eg mér að þeim aftur, og fór að hugsa um það, hvernig eg ætti að gera mig skiljanlegan fyrir þeim. Og nú sá eg betur hvernig þeir litu út, þessir snoppu fríðu menn. Hárið var hrokkið og féll þykt niður á hálsinn að aftan og vangana. Það var enginn minsti vottur að skeggi og eyrun voru afar smá. Munnurinn var lítill og varirnar ljósrauðar og fremur þunnar, og hakan mjó og lítil. Augun voru stór og augnaráðið milt og satt að segja — það er kannske af of miklu sjálfsáliti — þá fanst mér eg vekja undarlega litla eftir- tekt og aðdáun hjá þeim, og minni en eg hefði getað búist við. Þeir gerðu nú enga tilraun til þess að yrða á mig, en stóðu í hring kring um mig og brostu og töluðu sín á milli lágt og eins og kvakandi. Eg sá að svo búið mátti ekki standa og hugsaði mér að reyna að innleiða samtal. Eg benti á tíma- vélina, og fór svo að hugsa mig um, hvernig eg ætti að tákna tímann. Loks benti eg á sólina. Einn úr hópnum, einkenni- legur og fallegur í köflóttri skikkju, tók upp eftir mér bend- inguna, og reyndi að líkja eftir þrumuhljóðinu. Eg féll í stafi, þó að eg skildi vel við hvað hann átti. Mér flaug alt í einu í hug: Skyldi alt mannkynið vera orðið að hálfvitum? Þið getið varla ímyndað ykkur, hvað þetta fékk á mig. Eg hafði altaf hugsað mér að mennirnir árið 802000 mundu vera afar Iangtum framar okkur að vitsmunum og öllu. Og svo kemst eg að raun um, að sá framgjarnasti í hópnum er á h. u. b. sama vitsmunastigi eins og fimm ára barn er hjá okkur — hann spyr mig hvort eg hafi fallið ofan úr sól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.