Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 8
200 UPPELDI OG SKÓLAR eimreiðin Um kosli þeirrar kensluaðferðar í andlegu námsgreinunum, sem eg sting upp á, er eg ekki eins viss, og um gildi leikfimi og vinnu. Eg vil þess vegna ekki fullyrða, að hún sé betri fyrir alla en sú, er nú er almennust. En eigin reynsla og reynsla margra annara, sem eg hefi taláð við um þetta efni, styrkir mig mjög í þeirri trú. Eins og kunnugt er, hrærum við námsgreinunum sem mest saman. Barn, sem er 12 ára að aldri, er látið t. d. vikulega nema nokkuð í sögu, nokkuð í landafræði, nokkuð í kristnum fræðum, auk reiknings, móðurmálsins og ef til vill fleira. Börnin þurfa oft að lesa undir daginn í tveimur eða þremur bókum, sinn kaflann í hverri. Barnið á erfiðara með að íhuga efnið og sökkva sér niður í það með þessari aðferð, en ef það hefði að eins eina námsgrein í senn. Reynsla mín er sú, að til þess að komast vel niður í einhverju sérstöku, sé nota- drýgst að taka það eitt fyrir í einu, og einbeita huganum við það þann tímann, sem við það er fengist, hvort heldur tæki fáa daga eða margar vikur. Sama hafa margir sagt af reynslu sinni í þessu efni. Aðferð þessi ónýtir ekki samanburð við áður þekt efni, heldur gerir hún hann öllu auðveldari. Uppástunga mín er þess vegna sú, að af þeim námsgrein- um, sem útheimta lestur heima, sé að eins tekin fyrir ein í einu, t. d. 2 eða 3 mánuði í senn. Þá er þess að geta, að eg tel hyggilegt að hætta að mestu daglegum yfirheyrslum, en taka upp þann sið, að prófa börnin á hálfs mánaðar fresti. Vitanlega á það ekki við, er skila skal dæmum, er reikna átti heima, eða kvæðum, er læra skyldi, eða stíl, heldur í þeim námsgreinum, sem venja hefir verið að taka í lexíuskömtum, sögu, landafræði, náttúrusögu o. s. frv- Algengasta kensluaðferð þeirra kennara, er kennarament- unar hafa notið, hygg eg sé þessi: — Tek eg náttúrusögu til dæmis. — Börnin fá náttúrusögu Bjarna Sæmundssonar til lestrar. Byrjað er t. d. á dýrunum. Hennarinn talar um dýrin, sem börnin þekkja, húsdýrin, fuglana o. s. frv., til þess að komast eftir, hverju þau hafa veitt eftirtekt þeim viðvíkjandi. Síðan tekur hann dýrin fyrir í þeirri röð, sem í bókinni er. Flestir munu hafa þann sið, að setja fyrir frá degi til dags. útskýra þann kaflann áður en börnin lesa hann, og ef til vill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.