Eimreiðin - 01.09.1922, Page 8
200
UPPELDI OG SKÓLAR
eimreiðin
Um kosli þeirrar kensluaðferðar í andlegu námsgreinunum,
sem eg sting upp á, er eg ekki eins viss, og um gildi leikfimi
og vinnu. Eg vil þess vegna ekki fullyrða, að hún sé betri
fyrir alla en sú, er nú er almennust. En eigin reynsla og
reynsla margra annara, sem eg hefi taláð við um þetta efni,
styrkir mig mjög í þeirri trú.
Eins og kunnugt er, hrærum við námsgreinunum sem mest
saman. Barn, sem er 12 ára að aldri, er látið t. d. vikulega
nema nokkuð í sögu, nokkuð í landafræði, nokkuð í kristnum
fræðum, auk reiknings, móðurmálsins og ef til vill fleira.
Börnin þurfa oft að lesa undir daginn í tveimur eða þremur
bókum, sinn kaflann í hverri. Barnið á erfiðara með að íhuga
efnið og sökkva sér niður í það með þessari aðferð, en ef
það hefði að eins eina námsgrein í senn. Reynsla mín er sú,
að til þess að komast vel niður í einhverju sérstöku, sé nota-
drýgst að taka það eitt fyrir í einu, og einbeita huganum við
það þann tímann, sem við það er fengist, hvort heldur tæki
fáa daga eða margar vikur. Sama hafa margir sagt af reynslu
sinni í þessu efni. Aðferð þessi ónýtir ekki samanburð við
áður þekt efni, heldur gerir hún hann öllu auðveldari.
Uppástunga mín er þess vegna sú, að af þeim námsgrein-
um, sem útheimta lestur heima, sé að eins tekin fyrir ein í
einu, t. d. 2 eða 3 mánuði í senn.
Þá er þess að geta, að eg tel hyggilegt að hætta að mestu
daglegum yfirheyrslum, en taka upp þann sið, að prófa börnin
á hálfs mánaðar fresti. Vitanlega á það ekki við, er skila skal
dæmum, er reikna átti heima, eða kvæðum, er læra skyldi,
eða stíl, heldur í þeim námsgreinum, sem venja hefir verið
að taka í lexíuskömtum, sögu, landafræði, náttúrusögu o. s. frv-
Algengasta kensluaðferð þeirra kennara, er kennarament-
unar hafa notið, hygg eg sé þessi: — Tek eg náttúrusögu til
dæmis. — Börnin fá náttúrusögu Bjarna Sæmundssonar til
lestrar. Byrjað er t. d. á dýrunum. Hennarinn talar um dýrin,
sem börnin þekkja, húsdýrin, fuglana o. s. frv., til þess að
komast eftir, hverju þau hafa veitt eftirtekt þeim viðvíkjandi.
Síðan tekur hann dýrin fyrir í þeirri röð, sem í bókinni er.
Flestir munu hafa þann sið, að setja fyrir frá degi til dags.
útskýra þann kaflann áður en börnin lesa hann, og ef til vill