Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
ÍSLENSKUR HÁSKÓLI
233
°f hljótl. Manni finst stundum, eins og háskólinn hafi ekki náð
öllum þeim tökum á þjóðinni, sem búast hefði mátt við af
slíkri stofnun, og finst eins og þjóðin sjálf ali ekki til hans
þær tilfinningar, sem æskilegt væri — finst eins og áhuginn
á málurn hans og andrúmsloftið í kringum hann sé ekki eins
°2 nauðsynlegt er veikri, en vaxandi stofnun, sem á að vera
®ðsta uppeldisstofnun eins meginhlutans af verðandi leiðtogum
hióðarinnar, og helsta miðstöð fræðastarfsins inn á við og
glæsilegasti opinberi fulltrúi ísl. menningar út á við.
Því það er enginn efi á því, að þetta á hann að vera, há-
skólinn. »Hver háskóli fyrir sig má heita borgari í hinni miklu
respublica scientiarum« sagði dr. Björn M. Olsen, fyrsti rektor
háskólans, í setningarræðu sinni. Og meira sagði hann. Hann
sagðist vona, að háskólinn yrði »gróðrastöð nýs mentalífs hjá
bjóð vorri, meira að segja að hann geti lagt sinn litla skerf til
beimsmenningarinnar, numið ný lönd í ríki vísindanna, í sam-
yinnu við aðra háskóla«.
En það er oftastnær auðvelt að vona. Hitt er erfiðara, að
vona vel og erfiðast að láta vonirnar rætast. En það er þó
Wergurinn málsins.
Tíminn er að vísu stuttur sem háskólinn hefir enn þá starf-
að, stuttur á mælikvarða háskólans, en þó alllangur á æfi-
bvarða þeirra, sem við hann starfa. Hvað hefir þá verið
starfað? Vitanlega hafa verið útskrifuð svo og svo mörg
einbættis- og önnur starfsmannaefni handa þjóðinni, á sama
hátt og embætta-skólarnir gerðu áður. Og það hefir sjálfsagt
verið vel gert. Þessar deildir háskólans þykja yfirleitt góðar,
Hiðað við það skipulag, sem á þeim er, og kandidatar frá
beim hafa yfirleitt getað staðið jafnfætis stallbræðrum sínum
^ra öðrum stærri háskólum, þar sem á það hefir reynt. Og
benslukraftar þykja þar líka yfirleitt góðir, og sumstaðar ágætir,
bó auðvitað þyki vanta kennara í ýmsum greinum, ef vel ætti
að vera. En þarna er í rauninni ekki um að ræða nema einn
báttinn í starfseni háskólans. Honum var ætlað að vera »vís-
'ndalegri rannsóknarstofnun og vísindalegri fræðslustofnun«,
avh þess sem hann átti að veita embættismannaefnum undir-
úningsmentun. Og enn að auki segir dr. B. M. Ó., í fyr-
nefndri ræðu sinni, að »hver sæmilegur háskóli víkki sjón-