Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 27

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 27
GEIMREIÐIN TVÍS0NGSLISTIN Á ÍSLANDI 219 og að fornu, heldur eru þrjár raddirnar settar til að gera aðalröddina, lagið, fyllri og fegurri og þýðari í eyrum. Tvísöngslistin barst frá Frakklandi til Norðurlanda, Eng- lands, Þýskalands. Spánar, Feneyja og Rómaborgar. Niðurlandaskólinn varð frægastur, og stóð í blóma sínum á 15. og 16. öld. Frægastur varð dómkirkjuskólinn í borginni Cambrai, sem fyr er nefnd, og þá heyrði til Niðurlanda. Sá skóli er frumkvöðull hinnar eiginlegu raddsetningar. — Eftir siðaskiftin fóru margir lagfræðingar Niðurlendinga úr landi; Wunu því hafa valdið trúarbragðaofsóknir, því að þeir voru TOótmælendur allflestir og áður í þjónustu katólsku kirkj- unnar. Og hvar sem þeir komu, stofnuðu þeir lagfræði- skóla. Frægastur þeirra skóla var skólinn í Rómaborg. Einn úr Niðurlandaskólanum, Claude Goudimel (1500—1572), er ialinn stofnandi skólans í Rómaborg. Hann var aðal-lag- fræðingur kalvinsku kirkjunnar, setti og samdi lög við Dauiðs- sálma, þeirra Marots og de Beza, er þeir höfðu snúið í frakk- nesk ljóð. Sálmana gaf hann út, ásamt lögunum, flestum fjórrödduðum, í París 1562. Þessi ljóðasaltari barst þá þegar 1 hendur prússneskum lögspekingi og hirðdómara, Ambrosius Lobwasser í Köningsberg (t 1585). Hann varð svo gagntek- lnn af hinum frakknesku ljóðum, að hann þýddi fyrst einn sálminn á þýsku, síðan annan, uns hann hafði þýtt þá alla. Þessu verki hafði hann lokið 1565, en gaf þýðingu sína út í Leipzig 1573, samhljóða útgáfu Goudimels að öðru en því, að hann bætti við þýskum fyrirsögnum fyrir hverjum sálmi; nótnaprentunin kvað þó vera óvandvirknislega af hendi leyst 1 útgáfu hans. — Af því að Lobwasser var ekki skáld að eðlisfari, þá voru týðingar hans stirðar og óandríkar, enda kannast hann við Það sjálfur: »Svo er mælt«, segir hann, »að sá, er eigi hefir Sull og silfur, gefi í þess stað epli eða perur«. Lúthers-sinnar Serðu skop að þessari þýðingu og sögðu: »Sumir lofa vatnið Oob wasser), en vér lofum gamla vínið og höldum oss við sálma Lúthers«. En þrátt fyrir það ruddu sálmar Lobwassers Ser til rúms í öllum löndum mótmælenda, og mörg af lögum Qoudimels komust inn í lútherska kirkjusönginn, og stóð svo uni 200 ár. En einkum urðu þessir sálmar og Iögin kærkomin

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.