Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 62
254
RITSJÁ
eimreiðin
í þessu 3. hefti bókarinnar eru raktir aðaldraettir danskra bókmenta
frá 1864, og er það gert með því að lýsa nokkrum þeim höfundum, sem
mest hefir kveðið að, og eru bestir fulltrúar hverrar stefnu um sig.
Fyrst er í inngangi lýst með fáum orðum þeim grundvelli, sem bók-
mentir þessa tíma standa á. Hefst svo frásögnin með Georg Brandes og
straumhvörfum þeim, sem hann orsakaði með ritum sínum og fyrirlestrum-
Svo eru sagðar með fáum orðum æfisögur þeirra I. P. Jacobsens, H.
Drachmanns, Hermanns Bang, H. Pontoppidan, og þeim og skáldskap
þeirra markaður bás í framþróuninni. Er þetta gert með fáum orðum en
á mjög eðlilegan og viðfeldinn hátt, er sýnist bera vott um, að höf. skill1
efni sitt prýðisvel og hafi fastatök á því. Þá er kafli um ljóðakveðskapinn
undir aldamótin, og svo á sama hátt, og um hina fyrnefndu höfunda skýr*
frá æfi og starfi þeirra Jóhannesar V. Jensen og Jakobs Knudsen. Þá er
kafli sem höf. nefnir „mannfélagsmálin í skáldskapnum" og niðurlag. Loks
er kafli um vísindin eftir 1864, og er það efni tekið undir þrem Yf‘r'
skriftum: heimspeki, sagnfræði og náttúruvísindi, en mjög er það stutt
og laggott.
Bók þessi er líflega skrifuð og lipurt þýdd, og vel til þess fallin að 3e^a
mönnum yfirlit yfir þennan kafla bókmentasögu Dana, og vekja áhuga a
því, að kynnast höfundunum nánar. M. 7-
TÍUNDA SMÁRIT DANSK-ÍSLENSKA FÉLAGSINS. „Om islandsk
tonekunst og musikliv" eftir Holgev Wiehe. A. F. Höst & Söns ForlaS-
Kaupmannahöfn. Mat 1921.
Rit þetla er aukinn fyrirlestur, sem upphaflega var fluttur í februaf
f. á. Er þar stuttlega rakið það, sem áður var sagt á prenti um íslenska
tónlisfarsögu, en auk þess eru fluttar nokkrar tilgátur um fortíð hennar-
Höf. minnist á „nútíðarkröfur til takts, raddfærslu og hljómfærslu", á nu-
tíma bönn samhliða fimmunda og stækkaðra tónskrefa, og lýsir þanmð
algerðu þekkingarleysi sínu á tónlist síðustu kynslóðar og 20. aldarinnar-
Annars reynir höf. að rita af samúð til íslands. Hann forðast oft að lála
ákveðna skoðun í Ijós, og notar eigi sjaldan orðtæki eins og „maaske >
„ikke ringe", „vel“ og „næppe“. Stundum falla réttmæt orð og hvetjaná>>
en stundum verður misskilnings vart, og ekki dylst það, að höfund'
geðjast ekki að harðneskju og stirðleik þeim, sem í íslenskum þjóðlöS'
um býr. Hann viðurkennir sérkennileik þeirra, en álítur rímnalögin ein-
kennilegust. Þó hafa þessi lög sjaldan önnur séreinkenni en breytiIeSan
fallanda.1)
Þegar höfundur tekur að lýsa því tímabili í tónlistarsögu Islands, sem
mest varð fyrir dönskum áhrifum, þá fer hann að láta skoðanir sínar
skýrar í ljós. Hann talar um útlend áhrif, „Evrópu“-áhrif, en nefnir ekki
að þar er um dönsk áhrif að ræða, sem reyndar má stundum rekja til
1) Síðar mun eg rita meir um einkenni íslenskra þjóðlaga.