Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 43
SIMREIÐIN
ÍSLENSKUR HÁSKÓLI
-235
afstöðu bæði háskólans sjálfs og almenningsálitsins til þessara
wála. Það er þá fyrst undarlegt, að í þeim skólamálaumræðum,
sem farið hafa hér fram undanfarið, hefir háskólans ekki gætt,
°2 virðist hann og skipulag hans eiga að liggja utan þeirra
rannsókna, sem þar eiga að fara fram á skólaskipulagi landsins.
Þó hefir ástand háskólans verið rætt nokkuð opinberlega. Árni
Pálsson hefir t. d. skrifað grein, sem mikið snertir hann, og
er meira að segja allþungorð og ásakandi í garð háskólans. En
það er eftirtektarvert um opinberar umræður á þessu landi,
aÓ það mál vakti enga hreyfingu, engin með- né mótmæli og
ekkert var um það skrifað, svo eg muni, nema dálítil grein,
sem eg skrifaði þá í Lögréttu. Meiri er áhuginn ekki né al-
^ennari á málum háskólans. Og háskólakennararnir sjálfir
hreyfðu sig ekki — nema að rektor, próf. Ólafur Lárusson
hom nokkuð að sama málinu í innritunarræðu sinni haustið
eftir. En sú ræða vakti heldur engar umræður og var þó
Prentuð (líka í Lögréttu) og flutti ýmislegt, sem gott hefði
Verið að athuga og ræða. En þess þurfti ekki — af því há-
skólinn átti í hlut. Seinna skrifaði prófessor Halldór Hermanns-
son Hka grein í Lögréttu um skipulag heimspekisdeildarinnar,
kom fram með ýmsar nýjar tillögur og sumstaðar skarpar að-
hnslur. En umræðurnar urðu engar opinberlega — að eins á
m>Hi nokkurra ungra stúdenta — það var líka bara háskólinn,
Sem átti í hlut — og »hvað kemur háskólinn okkur við?«
)á — hvað kemur háskólinn okkur við, góðir menn og
konur? Hann kemur okkur við af því, að hann er æðsta
mentastofnun þjóðarinnar, af því að hann er »lífsspursmál
h*ns íslenska þjóðernis, þjóðarinnar eigið eg«, af því að
hann er »borgari í hinni miklu respublica scientiarum« og
þess vegna ekki sama, hvernig borgari hann er, — af því að
hann er stofnun, sem landsmenn gjalda fyrir um 200 þúsund
krónur á ári, og ráðstafar að auki sáttmálasjóðnum, 1 miljón,
al því að hver háskóli er dýrgripur, sem engin þjóð með
^onningarlegum metnaði og siðferðilegri sómatilfinningu, lætur
2fotna niður í vanhirðu á sorphaugi andleysis síns og
ahugaskorts. Og þessvegna, að lokum, kemur hann okkur
ÖI1um við, að: