Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 25

Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 25
eimreiðin TVÍSONGSLISTIN Á ÍSLANDI 217 söngslistina, eins og hún var hér á hans dögum, og fer um það svofeldum orðum: »Að því er sönglist og lagfræði (þ. e. kontrapunktik, pundus contra punctum, þ. e. nóta gegn nótu) snertir, þá hafa landar mínir ekki verið svo illa að sér, að þeir hafi ekki getað búið til hljóðfæri á eigin spýtur og tekist vel. Og lagfræðina hafa þeir þekt alt fram á þennan dag. Sumir hugsa jafnvel upp lög með fjórum, fimm eða fleiri röddum og syngja þau all- laglega« (Ólafur Davíðsson: ísl. skemtanir). Það, sem Arngrímur segir hér um lagfræðina (raddsetn- ingu sinnar aldar) lætur nútíðarmönnum undarlega í eyrum. Eða var ekki tvísöngurinn að eins tvíraddaður? Og í radd- söng vorra tíma eru eigi hafðar fleiri raddir en fjórar. Hvaðan kemur þá Arngrími það, að samtíðarmenn hans hafi búið til lög með fimm eða fleiri röddum og sungið þau? Er hann ekki að vaða reyk í þessu efni, svo lærður sem hann var? Nei, því mun fjarri fara. Arngrímur var bæði lærður og óljúgfróður; það ber öllum saman um, sem lesið hafa rit hans; hann hefir sannvitað þetta, heyrt menn syngja lögin með öll- um þessum röddum. Til þess nú að skilja, hvað Arngrímur fer, þarf eigi annað en að gera sér nokkra grein fyrir, hvernig sönglistinni var varið um og fyrir hans daga. Hún var þá mjög ólík því, sem hún er nú, að því er raddsetningu og annað snerti. Og þó var hún á þroskaskeiði á þeim dögum, og raddsetningin þá var vísir þeirrar raddsetningar, sem vér þekkjum nú. Tuísöngurinn (discantus, diskant-söngurinn) er æfagömul list, og er fyrsti vísir hins margraddaða söngs á vorum dög- uni. Hann hefst fyrst á 12. öld á Norður-Frakklandi, einkum ■ París og. síðar í borginni Cambrai, skamt suður og austur frá Lille. Uppruni tvísöngsins er í fæstum orðum á þessa leið: Hinn fornrómverski kirkjusöngur (cantus firmus eða cantus planus) þótti hægfara og tilbreytingalítill. Þá var það, að góðir söngmenn í París og víðar hófu þá nýbreytni að búa til ný lög og syngja þau tveimur, þremur, fjórum og oftast fimm lónum ofar eða neðar en stofnlögin, eða hin fornu kirkjulög. Eetta þótti breyting til bóta. Á sama hátt fóru þeir líka með

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.