Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 22

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 22
214 BLÓMIN OG VEÐRIÐ eimreiðin svo hitt, hve húsakynm voru lítilfjörleg víðast á fyrri árum og gluggar smáir. En hitt gat varla dulist því fólki, sem meiri hluta sólar- hringsins var að útivinnu innan um blómin, bæði í túnum og á útjörð, að þau eru ekki, fremur en fólk og fénaður og loft- þyngdarmælirinn, »vitundar«laus um það, hverju viðrar, eða að minsta kosti er svo um mörg af þeim. Þegar regnið skellur á, fer fólkið í skjólföt, og ef mikil brögð eru að, í hús; geitur og hænsni þjóta í ofboði í kofa sína, sauðfé í skúta og undir börð, en heimasæturnar, blómin, sem áður opnuðu allar dyr fyrir biðlunum, fiðrildunum og sólargeislunum, þau taka sig þá til og loka í skyndi öllum gáttum, til þess að ekki rigni inn til þeirra. En eg hefi Hka einhversstaðar rekið mig á lýsingu á blómum, þótt eigi séu þau hér á landi, sem loka áður en veðrið skellur á; það er eins og þau viti á sig veðrið; blóm, sem svo haga sér, eru hinir eiginlegu veðurvitar meðal blómanna; ættu þeir, sem eru í sveit á sumrum og gaman hafa af blómum, að athuga þetta að því er íslensk blóm snertir. Vfir að líta leynir það sér ekki, að öðruvísi liggur á flest- um blómum er sól skín í heiði, en þegar loft er drungalegt; það þarf ekki að líta til lofts út um baðstofugluggana í sveit á sumarmorgni, til þess að fara nær um, hvort væta er eða regns von; það þarf ekki annað en horfa út á túnið; ef blómin »sofa«, þarf ekki fleiri vitna við. En blómin sofa ekki öll á sama hátt, byrgja ekki öll ásjónu sína eins; sum loka hjá sér, fella blóm og bikarblöðin saman; önnur líta undan, sveigja blómin til jarðar; sum eru viðkvæm- ari, finna eins og á sér að regn er í nánd og loka áður en það kemur; önnur þá fyrst er farið er að rigna, og hvernig hver blómategund hagar sér í þessu efni, væri bæði gaman og til fróðleiks að athuga fyrir þá, er til þess hafa tíma og tækferi- Eg býst nú ekki við að þeir séu margir, sem líta svo a- að blómin loki hjá sér og feli sig, er illviðri er í nánd, *'l þess að gefa mönnunum vísbendingu um veðrið, eða til að hotta á þá að fara í skjólfötin eða hypja sig í hús; og Þ° væri þetta ekki fráleitara en að hugsa sér aðalhlutverk stjarn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.