Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1925, Side 22

Eimreiðin - 01.04.1925, Side 22
118 NÝNORSKT MÁL OG MENNING eimreiðiN Ég hef nefnt í fyrsta kafla greinar þessarar hverjar af bókum Garborgs eru þýddar á íslenzkt mál. Eru þýðingar Bjarna frá Vogi snildarlegar, svo vandasamt sem verkið er. Per Sivle. Hann fæddist í Sogni 6. apríl 1857, en var ættaður frá Voss — og þar ólst hann upp. Hann misti ungur móður sína og átti harðan og óvæginn föður. Saga Sivles er sorgarsaga. Hann ofreyndi sig á andlegum störfum og gat ekki á heilum sér tekið. Menn kröfðu að hann afkastaði miklu> svo sem þeir, er ekkert amaði að, tóku hart á brestum hans og neituðu honum um nauðsynlegan styrk, þegar honum reið mest á. Hann var barnslegur í lund og viðkvæmur og ein- lægur föðurlandsvinur, sem í ljóðum og óbundnu máli barðist fyrir heill og heiðri þjóðar sinnar. Misskilningur manna og ónærgætni ollu honum þungra harma, og æfi hans lauk þannigi að hann gerði sjálfur enda á lífi sínu. Það var árið 1904. Hann hefur skrifað bækur, bæði á nýnorsku og ríkismáli- En ríkismálsrit hans eru jafn lítils virði og hin eru merk. Ljóðræn kvæði hans eru ein hin fegurstu, sem til eru á norsku. Þar er ást og ylur, sorg og sársauki saman ofið, svo að úr verður samruni þeirra dýpstu og sönnustu kenda, sem manns- hjartað á. Söguleg kvæði hans hafa verið norsku þjóðinni óendanlega mikils virði. »Heimskringla« er sá brunnur, sem hann oftast eys af. Hann dregur upp mynd af einhverju sögu- legu atviki og heimfærir það upp á samtíð sína. Honum blæddi út — og á blóði hans drakk æskulýður Noregs siS styrkan og bjartsýnan. Sögur hans um smælingjana bera flest hin sömu mörk og kvæði hans. Stíllinn er styrkur, hreinn og látlaus, drættirnir skýrir, fáir og meistaralegir. »Stubbar« hans, smásögur úr lífinu á Voss, skrifaðar á Vossamáli, eru frábærlega hnitnar og þróttmiklar. Eitt af skáldum Islands, Stefán frá Hvítadal, á Sivle mikið að þakka, án þess að þar sé um stælingu að ræða. Að eins örfá smákvæði eftir Sivle eru þýdd á íslenzku. En ekki fyndist ákjósanlegri bók alþýðu á Islandi en smásögur hans hinar beztu. Nú er Sivle eitt af átrúnaðargoðum norsku þjóðarinnar. Þykir mönnum það sárt, að þing Norðmanna skyldi að nokkru valda dauða hans. Er saga hans að ýmsu leyti svipuð sögu Vinjes.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.