Eimreiðin - 01.04.1925, Síða 56
152
SIG. KR. PÉTURSSON
E1MREIPiN
þessi mótherji hans, orðnir beztu vinir. Sigurður vill áreiðan
lega engan særa.
Ritgerð þessi átti aðallega að vera mannlýsing. En mér er
skamtað rúmið, og verð ég því að sleppa ýmsu, er ég vildi
gjarna hafa komið að. Það er oft mikill vandi að takmarka
sig, þegar af miklu er að taka. Eg býst því við, að mann-
lýsing þessi sé mjög ófullkomin, og miklu lélegri en maður-
inn, sem verið er að lýsa, á skilið. Ég hef enn þá ekki áttað
mig til fulls á því, hvað það er í fari hans, er ég dáist mest
að. Hann er óvanalega fjölhæfur maður og merkilega mikið
samræmi milli eðlisþátta hans. Þó hvgg ég, að það sé fórn-
fýsi hans og hin siðferðilega göfgi, er ég dáist mest að.
Hæfileikar hans á öðrum sviðum eru að vísu frábærir, en um
slíka hæfileika má segja, að þeir séu »mótuð mynt«. Mað-
urinn er æfinlega »gullið, þrátt fyrir alt«. Og hér er með
orðinu »maður« aðallega átt við hina siðrænu hæfileika. Að
lokum vitna ég aftur í vin Sigurðar. Hann segir: »Annars
vil ég segja að lokum, að Kristófer er að mínum dómi ágaet-
astur allra manna, sem mér hefur auðnast að kynnast. Mer
kemur ekki í hug að segja að hann sé fullkominn. Um hitt
er ég í engum efa, að hann er lang-fullkomnasti maðurinn-
sem nokkru sinni hefur orðið á vegi mínum. Og ég er for'
sjóninni þakklátur fyrir, að leið okkar hefur legið saman um
hríð. Því að enginn getur kynst Kristófer án þess að göfga5*
við það og græða að einhverju leyti«. Ég geri þessi orð með
heilum huga að mínum orðum.
Rithöfundurinn.
Varla mun það ofmælt, þótt sagt sé, að Sigurður Kristófer
sé einhver allra merkasti rithöfundurinn, sem nú er uppi með
þjóð vorri. Ber margt til þess, en þó aðallega þrent. í fvr5*3
lagi eru allar ritsmíðar hans fræðandi og göfgandi. Hann ber
að eins holla fæðu á borð fyrir lesendur sína. í öðru laS1
ritar hann svo fagurt mál, að þar tekur hann, að mínum dómu
öllum fram. Stíll hans er frábærlega lipur og léttur, en þ°