Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 73
EIMREIDIN FERÐ UM MIÐSVÍÞJÓÐ 169 Þenna dag komu fyrir átta mál, en fimm af þeim voru gegn bændum, sem ekki höfðu staðið í skilum með afborganir af skilvindum sínum, 20 kr., vor og haust. Könnuðust þeir allir við réttmæti kröfunnar, en gátu ekki borgað. Frá Sundsvall lá leiðin innan skerja til Hárnösands, fyrsta bæjarins í heiminum, sem fékk rafmagn, og þaðan upp Anger- manelven. A þeirri leið er hægt að fá nokkra hugmynd um sænsku skógana. Grenið óx alveg niður í fjöruborð, en af því elfan var í vöxtum, sáust topparnir af kaffærðum skóginum langt úti í ánni. í fljótinu voru miljónir stofna á hægri hreyfingu niður að ósi, og ruddi skipið þeim til beggja handa eins og 'shroða. Er það ódýr flutningur, að þurfa ekkert að gera annað en að draga trén niður á ísinn að vetri til og hafa svo menn til að hirða þau við árósinn. Helmingur landsins er skógi vaxinn (landsvæði 2'/2 sinnum stærra en alt Island). Nær skógurinn allra nyrzt norður í Svíþjóð, en ekki nema 900—950 metra upp í fjöllin. Þar fyrir ofan er of kalt, jafnvel fyrir birkið. Fyrir rúmum 50 árum fóru sögunarmyllur, reknar með gufu- afi, að tíðkast og þá fyrst varð skógurinn nokkurs virði. Aður var hann talinn nærri landplága. Síðan hefur hann gefið Sví- um tekjur, sem samsvara alþjóðareign þeirra, og má því segja, að alt, sem Svíar hafa fram yfir lífsnauðsynjar, hafi skógur- inn veitt þeim. Byggingarnar sýna ljósast hve tréð hefur verið ódýrt. Húsin eru hlaðin upp úr þykkum bjálkum, víðast ómáluð, en á túnunum eru trjáfrekar hesjur til að þurka heyið á. Standa þessi þykku hús í margar aldir, og sá ég fjögra alda gamalt hús, sem lítið eða ekkert sá á. Nú mála margir samt hús sín rauð til prýðis, en gluggar og hurðir eru hvítar og þakið lagt rjómahvítum næfrum. Eru þessi lágreistu hús Ijómandi falleg, innan um grænan skóginn. Venjulega ræður trjálengdin stærðinni, og er hvert hús lítið, en það gerir -ekkert, því þegar það er orðið of lítið, er reist annað hús við hliðina á því, eða við gaflinn, og svo það þriðja, og standa oft tólf hús utan um ferhyrnt hlaðið. Eru þau öll sitt með hverju móti og án allrar reglu; rishátt hús stendur við hliðina á rislágu, en gaflinn snýr fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.