Eimreiðin - 01.04.1933, Side 34
146
ENDALOK
EIMREIDIN
Er sóun efnisins aðeins önnur helft óþrjótandi hringrásar eða
gengur heimurinn til þurðar?
Áin rennur altaf til sjávar. Það teljum vér eðlilegt, er vér
þekkjum hringrás vatnsins úr sjónum upp í skýin og þaðan
til jarðar og árinnar á ný. En er þá líkt farið heiminum í
heild? Verður honum líkt við elfu, sem kemur úr lindum
sem aldrei tæmast, eða bál, sem kulnar út jafnóðum og elds-
neytið þver?
Lögmál orkunnar svara þessu ótvírætt. Fyrst er þá að ork-
an sé varanleg. Orkan getur breytt um gervi, en aldrei eyðst.
Orkuforði alheimsins er altaf sá sami. Og þar sem alt líf
sækir orku sína í orkulindir náttúrunnar og skilar henni
þangað, þá mætti ætla að lífið gæti haldist við um allan aldur.
En annað er það, að orkan breytir stöðugt um gervi. Þar
má nefna fall, rafmagn, ljós og hita. Fallvatnið vekur raf-
strauminn, rafstraumurinn kveikir ljósið, ljósið fellur um her-
bergið og hitar það, en hitinn leitar út og hverfur að lok-
um í himingeiminn. Enn er orka fallvatnsins til, en notagildið
er þrotið. Áður fólst hún í fallvatninu, sem var að því komið
að steypast fram af fossbrúninni, en síðast er hún í hita-
geislum, sem þjóta út um himingeiminn. — Það er jafnan
örðugt að klifa upp í móti, en auðvelt að komast niður í
móti. Orkan fer þá leiðina, sem auðveldari er. Það er auð-
velt að breyta miljón orkueiningum ljóss í miljón orkuein-
ingar hita: Ljós er látið falla á dökkan flöt, og þá er breyt-
ingin orðin. En gagnstæð viðburðaröð getur ekki tekist,
hversu sem að er farið. Þær miljón orkueiningar hita, sem
streymdu frá ljósinu, geta ekki breyzt á ný í miljón orkuein-
ingar ljóss. Sumu mætti safna, en sumt dreifist, hversu sem
að er farið, og hverfur út í rúmið. Þetta er eitt einstakt
dæmi þess algilda lögmáls, að geislaorka breytist sí og &
úr stuttum öldum í langar öldur. Undantekningar virðast
eiga sér stað, en þær eru sérstaks eðlis og brjóta ekki löS'
málið sjálft.
Þannig virðist Iögmálið brotið í hvert sinn sem eldur er
kveiktur. Hefur ekki hiti sólar safnast í kolunum, og kemuf
ekki ljós þegar kolum er brent? Þessu er því að svara,