Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 66
178
ÞJÓÐERNISST. í ÞÝZKUM BÓKM.
EIMREIÐIN
og hefur glatað hinni eðlilegu hlýðni við lögmál lífs og þjóðar,
lætur sér nægja bókmentir, sem einnig eru í andstöðu við
þessi lögmál. Otal rithöfundar fjölluðu um hugtakið vináttu,
aðeins fá skáld ortu um trygð. Menn skáru niður hjóna-
bandið og skömmuðust sín fyrir börn. Flestir lýstu með vís-
indalegri leikni kynhvötunum, en fæstir tóku málstað ástar-
innar. Sálarkvölum einstaklingsins var gefinn gaumur, en ekki
örlögum þjóðarinnar. í fáum orðum: Rannsóknaraðferðir nú-
tíma náttúruvísinda voru teknar í þjónustu skáldsagnagerðar-
innar. Það virðist slæmt tímanna tákn, að menn tala nú einnig
um bókmentalega tækni, að svokallað listlögmál, sem gildir
um kvikmyndagerðina, skuli einnig hafa náð til almennra
skáldverka, að menn skuli geta sagt, að skáldsagan hafi fetað
í fótspor kvikmyndarinnar, að ritdómur um skáldsögu geti
hljóðað þannig: >Leikni höfundarins alveg eftir kröfum nú-
tímans, samtöl og augnabliksmyndir, söguleg nákvæmni út í
æsar, unnið úr gífurlegu efni . . .«
í bókmentunum endurspeglast því aðaldrættir nútímans,
yfirskins-frjálslyndi, vélgengni, of-framleiðsla, drotnun tækn-
innar og mentunarhroki. Þeir hafa sterk áhrif á skáldskap
eða réttara sagt, gera skáldverk að bókmentum. Því sannur
skáldskapur er nátengdur landi og þjóð, er þjóðlegur. Bók-
mentir aftur á móti er hægt að framleiða eftir föstum reglum-
þær eru alþjóðlegar.
Þannig berjast tvær stefnur um völdin í þýzku bókment-
unum, öðrumegin fríhyggja og skynhyggja, hinumegin þjóð'
ernisstefna. Það er auðvelt að viðurkenna aðra eða telja sið
til hinnar, en ómögulegt er að fella ákveðinn dóm. Það er
mjög auðskilið, að þeir, sem aðhyllast eldri stefnuna, svo sem
Hauptmann, Thomas og Heinrich Mann, Feuchtwanger, Zweið
og Remarque, séu þektari í útlöndum. í fyrsta lagi vegna þess>
að þeir fylgja alþjóðastefnu sálfræðilegs raunsæis, og í öðru
lagi vegna þess, að þeir eru einskonar forsvarar þýzka lýð'
veldisins. Yngri stefnunni fylgja fyrst og fremst Hans Grimiu>
Paul Ernst, Hans Johst og Joseph Magnus Wehner. Þeir
munu eiga erfiðara uppdráttar utan landamæra Þýzkalands>
þar eð mest ber á sérkennilegum þýzkum hugsunarhsetti 1
ritum þeirra.