Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 80
192
HREINDVRAVEIÐAR
EIMREIÐIN
niður með snöggu átaki. Tækist hvorttveggja, að leggja dýrið
með hnífnum og snúa það niður, var venjulega auðvelt að
drepa dýrið í þessari fyrstu atlögu. En ef annaðhvort mis-
tókst, slapp dýrið úr höndum mannanna, en venjulega ekki
langt, því hundarnir sáu um það og umkringdu það þegar
aftur. Réðust þá mennirnir á nýjan leik að dýrinu og þá oft
með betri árangri. Þannig endurtóku veiðimennirnir og hund-
arnir árásirnar á dýrið, þar til það hné að velli af þreytu,
mæði og sárum. Ekki var það talið hættulaust að ráðast á
gömul graðdýr á þennan hátt á meðan þau voru Iítt eða
ekki sár, því þegar dýrið var komið í nauðvörn, réðist það
beint á veiðimanninn, færði undir hann hornin og hóf hann
á loft — og tók þá oftast á rás með hann. Gæti ekki veiði-
maðurinn losað sig af hornum dýrsins þegar í byrjun, var
varla um annað að gera fyrir hann en að reyna að ná sem
beztum tökum um horn eða háls dýrsins með vinstri hend-
inni, en leggja dýrið með hnífnum í hálsinn eða framan undir
bóginn með hægri hendinni. Mæddi þá dýrið blóðrás og hné
það dautt niður, þegar það var búið að hlaupa nokkurn sprett.
Þegar búið var að yfirstíga fyrsta dýrið og ganga frá því,
hófst næsti eltingaleikur ef tími vanst til eða ef menn og
hundar voru ekki orðnir uppgefnir. Var stundum hægt að
drepa nokkur dýr úr sama hópnum á þennan hátt.
Ef snjór var á jörðu og ófærð, reyndu veiðimennirnir að
kcma dýrunum þangað, sem ófærðin var mest, t. d. í stóra
skafla eða fanndyngjur. Sátu þau þá hálfföst í fönnunum, og
var þá venjulega hægt að drepa nokkur í sama áhlaupinu.
Líka kom það fyrir á Reykjaheiði að veiðimennirnir kreptu
að hreindýrunum við djúpar gjár eða jarðföll, og var þá betra
að ráða niðurlögum þeirra. Kom þá stundum fyrir að dýrin
steyptu sér niður í gjána, og var þá æfi þeirra lokið. Væru
dýrin ofsólt á auðri jörð, nærri vötnum eða ám, sóttu þau
mjög á það að komast í vatnið og vörðu sig svo þaðan.
Erfitt var þá að yfirstíga þau, eða koma þeim þaðan, því
þau eru sundfær með afbrigðum.
Eftir það, að byssur fóru að verða algengar, breyttust veið-
arnar mikið. En það mun ekki hafa verið alment fyr en á
seinasta fjórðungi 19. aldar. Voru þá aðallega notaðar gamlar