Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Page 106

Eimreiðin - 01.04.1933, Page 106
218 UPPRISA EIMREIÐIN Eftir afmælisveizluna spiltist tíðin, og Torfi lagðist í rúmið. Hann talaði stundum við sjálfan sig, þegar hann vissi, að Birna var í nánd, svo að hún gat heyrt til hans. Það eintal kom frá brjósti, þar sem bögluðust allar kvalir búksorgar og barlóms: »Þessar konur, þær eru skapaðar til að eyða og sóa, sóa og eyða; skapaðar til þess. Hún, móðir Bjarna, að bjóða hyskinu í veizlu, hyskinu, sem stelur af rekanum mínum öllu því sem hönd á festir, öllu ætu og óætu, öllu sem er steini léttara; að slá upp stórveizlu fyrir þessum kvikindum og spyrja mig ekki að, mig sem verð að borga brúsann og það í þessu árferði, þegar útgjöldin aukast og þyngjast dag frá degi og eru alveg drepandi. Það er nú helzt ástæða til að halda veizlu nú, þegar versti vetur er í aðsigi, hríðavetur, ísavetur, fellivetur, engin sigling eftir nýjár, hallæri, manndauði. Bændur flosna upp, fólk fer á húsgang. En konurnar slá upp veizlu og búa til allskonar sætabrauð og rúsínubrauð og halda víst að jól séu um hverja helgi. Allir fara á hausinn, og djöfullinn tekur þá sem drepast*. Ekki tautaði Torfi þessa þulu látlaust. Hann þagði stundum vikutíma. Skamm- degið leið áfram hægt og tiibreytingalaust og frásögulaust, eins og elfarstraumur þokast áfram í Iaumi, sá sem fer leið- ar sinnar undir ísi, sem margföld mjöll liggur ofan á. Torfi lá í bólinu og breiddi yfir höfuð sér hlýja dúnsæng. Birna vann innanbæjarverkin, staðföst og þrautseig. Bjarni gætti fjárins. Eitt sinn á jólaföstu gerði fárviðri af hafi. Birnu var órótt þar sem hún sat við eldstóna við matargerð og hélt á prjónum. Veðrið lamdi á bænum, og þytur stormsins lét ó- hemjulega í reykháfnum. Birna gekk í rökkrinu inn í svefn- herbergið og kveikti ljós. Hún mælti: >Eg ætla að kveikja á lampanum svo að bjart sé um þig, Torfi*. Hann gegndi engu. Svo gekk hún fram í eldhúsið. Þá kom Bjarni frá útiverkun- um, allur fannbarinn. Hann tók af sér snjóuga vetlingana. Móðir hans gekk að honum og tók um hendur sonar síns. »Og þér er heitt, elsku drengurinn, í þessu veðri. Vertu velkominn í bæinn. Ég er svo fegin að hafa þig hjá mér. Eg var svo hrædd um þig«. »Hrædd um mig!« svaraði Bjarni og brosti, tók þurku af snaga og þerraði krap af andlitinu. »Þú þarft ekki að óttast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.