Eimreiðin - 01.04.1933, Side 122
234
RADDIR
EIMREIÐIN
„Gerðist þar hallaeri miUit ok sultr“ (Hkr. I, bls. 75), og ennfremur:
„Þat haust var hallæri mikit á korni, en áður hafði ok verit lengi góð
árferð, en hallæri var alt norður í land---------* (Hkr. II, bls. 218). A
báðum þessum stöðum merkir orðið ófrjósemi. Olafur vill láta orðið
hallæri þýða Hungevsnöd og þannig sé það í orðabók Blöndals. í fyrra
dæminu er talað um hallæri og sult. Sultur þýðir hér um bil sama og
Hungersnöd. Hallæri hlýtur því að þýða eitthvað annað. Þetta sýnir ein-
ungis að nota verður orðabækur með dálítilli athugun og ofurlitlum
skilningi.
í ritdómi mínum benti ég á eitt dæmi sérstaklega vanhugsaðs og klaufa-
legs orðalags, þar sem Arnór talar um kirkjumenningu á 14. og 15. öld
og telur henni mjög ábótavant, en þó hafi kirkjan jafnan átt yfir nokk-
urri menningu að ráða. Þetta fyrirbæri hljóti svo annaðhvort að stafa
af gjörvuleik þjóðarinnar eöa „bjarma af liðnu kveldi." Kveldið, sem
bjarmann gefur, er gullöldin, þegar beztu fornritin voru skráð, og
hverskyns menning blómgaðisf. Reyndar sýnist ekki heppilega til orða
tekið, að líkja þessum uppgangstíma íslenzkrar menningar við kveld.
Kveldið er tíðum notað sem ímynd hnignunar í lífi þjóða og einstaklinga.
„Sagnfræðingnum" og „málfræðingnum" finst ég fremja hina mestu goðgá
með því að finna að þessu og bætir mjög spekingslega við: „Nú er
kveldbjarmi orð, sem hvert mannsbarn þekkir, og hvað er þá eðlilegra
en að tala um bjarma af liðnu kveldi I“ Það er rétt eins og hann haldi
að kveldbjarmi sé eitthvert töfraorð, sem alstaðar megi nota, hvort sem
það á við eða ekki. Auk þess er bjarmi sá, er sést á kveldin, frá deg-
inum en ekki kveldinu. Vitanlega sannar samsetning orðsins ekkert um
þetta; málið er ekki ávalt svo rökrétt. Vörn mannsins í þessu atriði sýnir
það berlega, að hann skilur mig ekki og skilur ekki einu sinni hvað
Arnór á við.
Þetta eru þá öll „fádæmin," sem ég á að hafa gert mig sekan um.
Eftir þeim stóryrðum að dæma hefði satt að segja mátt búast við, að
ekki stæði sfeinn yfir steini af ritdómi mínum. En „sagnfræðingurinn“
reynir aðeins að hnekkja einum fjórða hluta af aðfinslum mínum. Og
þar sem hann treystir sér ekki til að finna að fleiru, sýnist dómnum
ekki hafa verið mjög ábótavant, meira að segja að hans eigin dómn
Það sem þó verra er, er það, að engin einasta athugasemd hans, er
nokkru máli skiftir, er á rökum eða skilningi reist. 111 var hans fyrsta
ganga, og vonandi koma ekki margar slíkar. Eg skil ekki hvernig í ósköp-
unum á því stendur, að maðurinn skyldi halda úr hlaði með svona
óframbærilegan þvætting. Ég held honum hljóti að hafa gengið eifthvað
líkt til þess og karlinum, sem enga átti kindina, en lét þó jafnan nafnið
sitt standa í markaskránni, til þess eins að sjá það á prenti. Við slíka
menn mun ég ekki ótilneyddur eiga meiri orðaskifti. Ég get heldur varla
búist við, að Arnór verði ýkjahrifinn af að láta slíkan mann gera sig að
skjólstæðingi.
Jóhann Sveinsson frá Flögu.