Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 25
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
249
stundum farþega með, sem höfðu ráð á að borga benzínið,
begar hann hafði ekki ráð á því sjálfur. Skorti sjaldan menn,
sem voru fúsir til að bregða sér upp í loftið, og í einum bæ
flaug hann alls með yfir 60 farþega og fékk fyrir það 300
dollara, sem kom sér vel. Það var í þessum bæ, sem gömul
svertingjakona kom eitt sinn bambandi út á völl til hans og
spurði í hjartans alvöru, hvað hann tæki mikið fyrir að fljúga
með sig til himna og skilja sig þar eftir!
Árið 1924 gekk Lindbergh í flugskóla lofthers Bandaríkja-
ftianna og vann sér þar brátt mikið traust og álit. Síðan
yar hann í flugpóstferðum milli St. Louis og Chicago, og á einni
af þeim ferðum var það, að hann fékk hugmyndina um að reyna
að fljúga alla leið frá New-York til Parísar. Auðmaður nokkur,
Raymond Orteig að nafni, hafði árið 1919 heitið 25.000 dollara
verðlaunum þeim, sem fyrstur yrði til að fljúga allaleið frá New-
^ork til Parísar án þess að lenda á leiðinni, en til þessa hafði
engum tekist að vinna verðlaun þessi. Lindbergh lét smíða vél
61 fararinnar í San Diego í Kaliforníu. Vélina skýrði hann í
höfuðið á borg þeirri, St. Louis, sem hann átti heima í og
nefndi »The Spirit of St. Louis*. 9. maí 1927 lagði hann af
stað í vélinni frá San Diego til St. Louis og kom þangað 11.
Sania mánaðar, en þaðan flaug hann daginn eftir til New-York.
Ffá New-Vork til Parísar flaug hann á 33J/2 klukkustund dag-
ana 20,—21. maí. Um kvöldið, þegar hann lenti á Le Bourget-
Hugvellinum í París, hafði um hálf miljón manna safnast saman,
61 að taka á móti honum. Fyrsta hálftímann átti hann fult í
tangi með að verja sjálfan sig meiðslum og vélina skemdum,
bví múgurinn ruddist að og ætlaði alveg að tryllast af fagnaðar-
látum. En fyrir snarræði frönsku lögreglunnar tókst að bjarga
Lindbergh og vél hans út úr þvögunni. Gerðist það með
þeim hætti, að einn úr lögregluliðinu þreif flughettuna af
Lindbergh, setti hana á amerískan blaðamann í þrönginni
°9 hrópaði upp: Hér er Lindbergh! Beindist þá öll athyglin
að blaðamanninum, en á meðan var hægt að koma Lindbergh
undan. Hér er ekki rúm til að lýsa móítökunum í París, Brussel,
London, Washington, New-York og St. Louis, en sjaldan eða
aldrei hefur önnur eins hrifning gripið miljónir manna yfir af-
feksverki eins einasta manns eins og yfir þessu flugi Lindberghs.