Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 111
eimreiðin
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
335
aumkun með mér. Hann horfði á mig, hann lalaði við mig á
sama hátt og áður, eins og húsbóndi, sem hefur fundið þræl
sinn aftur. Eg hugsaði með mér: »Hvað hafa þau sagt, hvað
hafa þau gert, hvaða samsæris hafa þau stofnað til, á meðan
þau voru saman. Eg tók eftir breytingu hjá þeim báðum.
Það var ekki sami blær á röddu Ginevru og hafði verið áð-
ur. þegar hún ávarpaði hann. Þegar augu Ginevru hvíldu á
honum, þá var eins og móða kæmi yfir þau, þessi móða.
»Það er hellirigning, sagði hún«, þú ættir að fara og ná
í vagn«.
Skiljið þér? Það var skipun, sem hún gaf mér. Wanzer
^ótmælti ekki. Honum virtist það ofur eðlilegt, að ég færi
aÓ sækja handa honum vagn. Var hann ekki nýbúinn að
taka mig aftur í þjónustu sína? Og ég gat með naumindum
staðið á fótunum. Vissulega hafa þau bæði séð vel, að ég
at*i fult í fangi með að geta staðið uppréttur. Oskiljanleg
9rimd! En hvað átti ég að gera? Neita? Kjósa einmitt þessa
^ínútu, til þess að gera uppreisn. Ég hefði getað sagt: »Ég
er lasinn«. En ég þagði, tók hatt minn og regnhlíf og fór út.
Það var þegar búið að slökkva á ljóskerunum í stiganum,-
en óg sá ótal ljósglætur í myrkrinu. Undarlegar hugsanir,
harstæðar og sundurlausar, skiftust á í heila mér með eld-
ln9arhraða. Ég nam staðar eitt augnablik á pallinum, af því
að mér fanst brjálæði vera að koma yfir mig í myrkrinu. En
ekkert skeði. Ég heyrði greinilega hláturinn í Ginevru. Ég
neVrði hávaðann í leigjendunum uppi á lofti. Ég kveikti á
eldspýtu og fór niður.
Eg heyrði rödd Ciros kalla á mig í því augnabliki, sem ég
^ar að fara út. Mér virtist hún vera veruleiki, alveg eins og
aturinn og hávaðinn. Ég snéri mér við og flýtti mér upp
stlgann, nærri því án þess að koma við tröppurnar.
^Ertu kominn?* æpti Ginevra, þegar hún sá mig koma aftur.
. Eg gat ekki talað fyrir mæði. Loks stamaði ég örvænt-
'ugarfullur:
»Omögulegt. . . Ég verð að fara að hátta. . . Ég er las-
lnn«. Ég hljóp til sonar míns.
. *Hefurðu kallað á mig?« spurði ég hann óðamála, þegar
e9 opnaði hurðina.