Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 20
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
ekki aðeins leyst upp i frumefni og frumefnin upp í sameindir
og frumeindir, heldur einnig frumeindirnar upp í pósitívar
og negatívar rafeindir, og þá í rauninni ekki lengur orðið um
efni að ræða, heldur sveiflulögmál: efnafræðin m. ö. o. orðin
að eðlisfræði. Einnig hafa þessar rannsóknir leitt til ýmsra
óvæntra uppgötvana, t. d. í jarðeðlisfræði. Þannig virðist hin
ótrúlega hraða verkan jarðskjálftabylgna í jarðlögunum stafa
af því, að olivine, sem er aðalsteintegundin í iðrum jarðar-
innar, sé þar í þéttara og samanþjappaðra kristallsformi en á
yfirborðinu.
1 lífeðlisfræði heldur rannsóknum á hormónum og vitamín-
um áfram með góðum árangri. Einnig miðar vel áfram athug-
unuin lífeðlisfræðinga á hinum raforkukynjuðu heilaöldum,
sein minst var á í yfirliti Eimreiðarinnar fyrir árið 1937 (sjá
Eiinr., 1. hefti 1938, hls. 1). Þessar heilaöldur eru i ákveðnu
hlutfalli við heilastarfsemina: magnast með aukinni heila-
starfsemi og minka með minkandi heilastarfsemi. Það er
orðið Ijóst, að viss fjöldi af taugafrumum starfar altaf samtímis
í heilanum: frumurnar skiftast í flokka, og allar frumur hvers
floklts starfa eins á hverjum tíma. En tala frumnanna í hverj-
um flokki breytist altaf öðru hvoru. Eigindir ýmsar, eins og
æsing, tregða og ráðþægni, fara að styrkleika eftir athafnar-
styrk þessara hreytilegu taugafrumuflokka.
Þá hal'a menn með sérstökum tækjum sannað, að i gufu-
hvolfinu getur verið smáskordýrarek og að þetta rek eða svif
(plankion) komist í alt að 1000 métra hæð. A þenna hátt er
ætlað, að næmir sjúkdómar og farsóttir hreiðist stundum iit
um langar leiðir.
1 læknavísindum hafa mestar framfarir orðið í lyflæknis-
fræði og einkum að því er snertir sýkladrepandi efni, og nýtt
meðal við lungnabólgu er fundið. Ný tegund af smásjám kom á
markaðinn á liðna árinu, og tekur hún öllu fram, sem áður
þektist á því sviði, stækkar 15—20 sinnum meira en eldri smá-
sjár gátu gert.
Nýju ljósi hefur verið varpað á l'rumlíf mannsins, þar sem
fundisl liafa steinrunnar leifar frummanna, svo sem Swans-
combe-beinagrindin í Bretlandi, og einnig fornra mannapa í
Suður-Afríku. Af fornleifafundum þessum er það nú ljóst