Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 19
EIMREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
Etnismagn þeirra er alt að 150 sinnum meira en efnismagn
venjulegra rafeinda. Talið er, að rannsóknir á þessum svo-
nefndu „mesotrónum“ muni leiða í ljós mjög mikilvæga nýja
þekkingu á byggingu frumeindanna.
Hinn frægi leiðangur Rússa til norðurheiinskautsins lenti
dns og kunnugt er í hrakningi og var bjargað af isreki liti
fyrir Grænlandsströnd í febrúar 1938, eftir
Nokkrar vísinda- að hafa rekið um 300 mílur frá norður-
^egar nýjungar pólnum suður á bóginn. Vísindalegur árang-
tiðna ársins. ur af för þessa leiðangurs er talinn vera
mikill. Komið hefur í Ijós meðal annars,
nð isrelvið í norðurhöfum er háð ríkjandi vindum miklu fremur
en hafstrauinum og að miklu meiri svifgróður (plankton) er í
sJonum undir ísnum en áður var talið hugsanlegt. Háþrýsti-
svæði þau, sem menn höfðu áður talið að væru umhverfis
■lorðurheiinskaulið, eru ekki nærri eins jöfn og óbreytileg eins
°g menn höfðu haldið. Og loks inældu leiðangursmenn meira
c|ýpi fast uppi við strendur Norður-Grænlands en menn hafði
aður grunað að þar væri til. Dýpið reyndist þarna sumstaðar
yfir 4000 metrar.
' 'osar mikilvægar upplýsingar hafa fengist um smitvökva
lJá, sem orsaka ýmsa sjúkdóma. Stundum reynist smitvökv-
lnn (oirus) aðeins vera úr einu efni, svo að hægt er að
akveða þyngd sameinda hans. Ýmislegt hefur merkilegt komið
1 Ijós um eiginleika þessara smitvökva. Einnig hefur rann-
soknum á innri byggingu frumeindanna enn fleygt fram og
1 annsóknum á hinum svonefndu holdgjafa-efnasamböndum
1 proteins) í lifandi líkömum.
Eðlis- og efnisleg sundurgreining litþráðanna (chromo-
soins) hefur verið gerð með fullkomnari aðferðum en áður,
svo janislegt nýtt hefur komið í Ijós um byggingu þeirra og
eðli. Um kjarnaskifting kynfrumnanna og litþræðina má ann-
Jls v*sa til hinna fróðlegu ritgerða Ingólfs Davíðssonar í Eim-
reiðinni 1937 og 1938.
Rannsóknirnar á gerð og byggingu frumeindanna, svo sem
nieð Röntgen-geislum, eru að verða þess valdandi, að efnafræðin
er að mörgu leyti að gerbreytast og verða að sérstakri grein
eðlisfræðinnar. Með hinum nýju aðferðum eru efnasamböndin