Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 112
98
HÖRPULEIKURINN ÚR LEIÐINU
EIMREIÐIN
Einhver kom sömu Ieiðina á móti henni, og þegar þau
hittust, sá hún að það var hann sjálfur, kennarinn. Þau stönz-
uðu bæði og stóðu fyrst eins og ráðalaus, en ekki lengi, því að
Lydia náði sér fljótt, og hún spurði með sinni einbeittu rödd:
— Viljið þér ekki, kandidat, ganga að gröfinni þarna, í
eitt einasta skifti og hlusta eftir hvort þér heyrið ekki eitt-
hvað?
Kennaranum þótti altaf gaman að heyra rödd Lydiu, sem
var svo ákveðin og einbeitt, þó að hann hefði auðvitað aldrei
haft orð á því, og honum þótti vænt um að gera henni þetta
til geðs.
— Það vil ég fúslega, svaraði hann, og máske verður það
til þess, að mér hverfist hugur og ég trúi!
—- Verið ekki með spaugsyrði! skipaði Lydia.
Þau gengu út á gulnað og visnað grasið og að járnkrossi
Wattholms-systranna. Lydia hallaði sér ofurlítið fram, og
kennarinn gerði eins, svo að höfuð þeirra komu nærri sam-
an. Það þaut og hvein í krónum trjánna af storminum, ekkert
annað heyrðist.
—• Ég kem úr Álands-húsi, sagði Lydia. Voruð þér ef til
vill á leið þangað?
Þá kom strákurinn upp í kennaranum, og hann svaraði:
— Það hefði ekki verið svo vitlaust.
Lydia skildi það, að hún var hér ekki á réttri leið, þagði
nokkra stund og sagði svo, fast og hreinskilnislega:
— Ég er hætt að trúa þessu um hörpuleikinn. Það getin’
auðvitað ekki átt sér stað.
—• Nei, það getur ekki átt sér stað.
— En ég heyrði hann þó áreiðanlega einu sinni, þegar ég
var lítil.
— Börn hafa fjörugt ímyndunarafl. Þér liafið áreiðanlegí*
verið fjörugt liarn.
— Er það ókostur?
— Þvert á móti, sagði hann, það er heillandi. Þér hafi^
áreiðanlega verið heillandi.
— En gamalt fólk hefur einnig ...
— Sænskur höfundur einn hefur ritað um það, að hljóði'ö
af regndropum niður i vatnstunnu hafi verið eins og Beet-