Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 80
EIMREIÐIN
Svar við
»Enn um berklavarnir«.
Eftir M. 13. Halldorson.
„Enn um berklavarnir" nefnir Sigurjón læknir Jónsson
langan pistil, er birtist í síðasta hefti Eimreiðarinnar út af
svari mínu til hans í öðru hefti þess tímarits árið sem leið.
En pistillinn er ekki um berklavarnir, þó nafnið bendi til
þess. Hann er ekki annað en hártoganir, útúrsnúningur og
rangfærslur á því, er ég hef haft að segja um það mál, vel
kryddaður illgjörnum ásökunum og aðdróttunum. Langt mál
um hvert smáatriði, svo sem orðatiltæki, en engu hreyft, seni
nokkru varðaði. Enda hefur hann sýnt og sýnir enn, að þegai'
hann fer að rita um berklasýki, er hann eins og óviti á alþingb
gersnauður af öllu því, er að gagni gæti orðið. Skal svar þetta
vera stutt, því ekkert af því, er ég hef í þessum ritgerðum mín-
um sagt, hefur hann afsannað, hvað mikið sem hann hefur uni
hvert atriði rausað. Og ekki ætla ég mér að bera af mér lyga-
áburð hans. Þetta er eldgamall vani þeirra, er til engrai'
ábyrgðar finna fyrir sannleikanum, en segja hvað sem þeim
dettur í hug, ef þeir halda að þeir eitthvað á þvi græði. Ég mun
aðeins koma með fleiri rök fyrir því, er ég áður hef haldið fram,
svo lesendur Eimreiðarinnar sjái, að ég hef ekki farið með
hégóma.
S. J. hefur ekki afsannað sögulega sannleikann um hið mikla
úrval, er átti sér á íslandi stað síðasta hluta átjándu aldarinnai'
og fyrsta hluta þeirrar nítjándu. Auðvitað reynir hann að eigna
sér það atriði, því hann hafði minst á hinn mikla barnadauða,
er fyrrum átti sér stað. En það er sitt hvað úrval barnadauða
eða hitt, er fylgir því þegar margar þúsundir deyja lir hungri
og harðrétti, sem ekkert skilur eftir annað en það, sem er
allra hraustast og harðfengast af því, er kynstofninn hefur
fram að bjóða. Þetta hlýtur hver maður að sjá.
Ekki hefur S. J. heldur tekist að afsanna hinn sögulega
sannleikann, að aukning berklasýki fylgdi fljótlega því, a'ö