Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 106
92
HÖRPULEIKURINN ÚR LEIÐINU
EIMREIÐIN
karlmannleg glæsimenska hefði nokkurt peningagildi, heldur
vann baki brotnu, tróð í krakkana því, sem fyrir var sett, þó
að þau hefðu engan áhuga á þvi, og las af kappi á kvöldin
undir embættisprófið.
Hann hafði tekið sér herbergi á leigu í Wattholms-húsi,
eins og aðkomumaðurinn fyrir meira en heilli öld, en sá mun-
ur var á, að hann borgaði húsaleiguna reglulega. Wattholm
sá, er nú átti húsið, var lcominn um áttrætt, og fyrir framan
hjá honum var sonardóttir hans, Lydia Watthohn, tvítug
stúlka, hvorki föl nó heldur minti hún á nokkurn hátt á lilju-
stöngul; hún var eiginlega alls ekki falleg, en þó einstaklega
geðug stúlka, rjóð í kinnum og með blá aug'u; hún var hraust-
leg, og það sópaði að henni við hvaðeina það, er hún fékst
við, hvort heklur var að taka upp kartöflur eða að sópa og
taka til inni, þvo og strauja þvottinn eða að matreiða — þar
með talið að bera inn eldivið úr viðarskúrnum.
Einn góðan veðurdag, er kennarinn leit út um gluggann
sinn, sá hann Lydiu vera að bera inn við í stórum pokadúk.
Hann þaut út og tók áf henni byrðina.
—■ Ég þarf að fylla viðarkassann, sagði hún.
Og hann hélt áfram að bera við, unz kassinn var orðinn
fullur.
Hún þakkaði honum fyrir þessa aðstoð, og er hann hafði
gert þetta nokkrum sinnum, þotið út ótilkvaddur og tekið
viðarbyrðina úr fangi hennar, þá var hún ekki lengur feimin
við það, heldur kallaði í hann, þegar kassinn var orðinn tóm-
ur. Og altaf var hann jafnfús til aðstoðar, bæði með þetta og
ýmislegt annað af svipuðu tæi.
Mat keypti hann sér ekki þarna, heldur á veitingahúsinu,
en einu sinni á sunnudegi síðdegis spurði Lydia hann, hvort
hann vildi ekki koma inn og þiggja kaffi. Hann þáði það fús-
lega, bragðaði á öllum hinum ágætu kökutegundum, er Lydia
hafði gert og bar fram. Hann gerði reyndar meira en að bragða
á þeim, hann hámaði þær í sig, og þegar kaffidrykkjunni var
lokið, tók Wattholm gamli fram flösku úr skáp og bauð hon-
um eitt glas af rommtoddýi. Það skíðlogaði á arninum, þægi'
legur ilmur steig upp úr toddýglösunum, Lydia var í sunnu-
dagsfötunum, og gamli maðurinn sagði hinar furðulegustu