Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1939, Page 106

Eimreiðin - 01.01.1939, Page 106
92 HÖRPULEIKURINN ÚR LEIÐINU EIMREIÐIN karlmannleg glæsimenska hefði nokkurt peningagildi, heldur vann baki brotnu, tróð í krakkana því, sem fyrir var sett, þó að þau hefðu engan áhuga á þvi, og las af kappi á kvöldin undir embættisprófið. Hann hafði tekið sér herbergi á leigu í Wattholms-húsi, eins og aðkomumaðurinn fyrir meira en heilli öld, en sá mun- ur var á, að hann borgaði húsaleiguna reglulega. Wattholm sá, er nú átti húsið, var lcominn um áttrætt, og fyrir framan hjá honum var sonardóttir hans, Lydia Watthohn, tvítug stúlka, hvorki föl nó heldur minti hún á nokkurn hátt á lilju- stöngul; hún var eiginlega alls ekki falleg, en þó einstaklega geðug stúlka, rjóð í kinnum og með blá aug'u; hún var hraust- leg, og það sópaði að henni við hvaðeina það, er hún fékst við, hvort heklur var að taka upp kartöflur eða að sópa og taka til inni, þvo og strauja þvottinn eða að matreiða — þar með talið að bera inn eldivið úr viðarskúrnum. Einn góðan veðurdag, er kennarinn leit út um gluggann sinn, sá hann Lydiu vera að bera inn við í stórum pokadúk. Hann þaut út og tók áf henni byrðina. —■ Ég þarf að fylla viðarkassann, sagði hún. Og hann hélt áfram að bera við, unz kassinn var orðinn fullur. Hún þakkaði honum fyrir þessa aðstoð, og er hann hafði gert þetta nokkrum sinnum, þotið út ótilkvaddur og tekið viðarbyrðina úr fangi hennar, þá var hún ekki lengur feimin við það, heldur kallaði í hann, þegar kassinn var orðinn tóm- ur. Og altaf var hann jafnfús til aðstoðar, bæði með þetta og ýmislegt annað af svipuðu tæi. Mat keypti hann sér ekki þarna, heldur á veitingahúsinu, en einu sinni á sunnudegi síðdegis spurði Lydia hann, hvort hann vildi ekki koma inn og þiggja kaffi. Hann þáði það fús- lega, bragðaði á öllum hinum ágætu kökutegundum, er Lydia hafði gert og bar fram. Hann gerði reyndar meira en að bragða á þeim, hann hámaði þær í sig, og þegar kaffidrykkjunni var lokið, tók Wattholm gamli fram flösku úr skáp og bauð hon- um eitt glas af rommtoddýi. Það skíðlogaði á arninum, þægi' legur ilmur steig upp úr toddýglösunum, Lydia var í sunnu- dagsfötunum, og gamli maðurinn sagði hinar furðulegustu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.