Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 102
88
HÖRPULEIKURINN ÚR LEIÐINU
EIMREIÐIN
endastöð járnbrautarkerfis þessa landshluta, var oftast ófær
með öllu. Fátækt var mikil og almenn eymd eftir finska stríð-
ið hörmulega, og varð því viðhald á vegum að híða betri tíma,
eins og svo margt annað. En útlendingur þessi virðist þó hafa
kunnað vel við sig í látlausa smábænum, og hafði hann ein-
mitt tekið sér leigt í Wattholms-húsi; þáverandi eigandi þess
var sútari, iog var það eitt af beztu húsum bæjarins.
Glaðværð var heldur lítil á heimili sútarans. Einkasonur
hans hafði orðið að fara í stríðið; hann hafði að vísu sloppið
heill á húfi þaðan, en þegar liðssveitirnar voru fluttar á skip-
um heim til Svíþjóðar aftur, tók hann hættulega farsótt og
var meðal margra annara látinn vera á opnum pramma úti á
sjálfri Stokkhólmshöfn, og í naprasta kulda fengu þeir þar
að deyja drotni sínum. Þeim var ekki hjúkrað frekar en flug-
um, og þótti þetta óheyrilegt hneyksli.
Sennilegt er að aðkoinumaður þessi hafi með hinni mestu
kurteisi vottað hluttekningu sína, og svo mikið er víst, að
hann skifti ekki um bústað, þó að heimilisfólkið væri sorg-
mætt. Þar voru tvær forkunnarfagrar stúlkur, og mun það
að nokkru hafa stuðlað að því, að gera honum vistarveruna
þægilega.
Elvira Wattholm var þá ekki fullra tuttugu ára, litarhátt-
urinn fölur og vaxtarlagið þannig, að því varð helzt líkt við
liljustöngul. Hún var með svarta lokka og svo fögur, að söfn-
uðinum fataðist söngurinn, meðan verið var að syngja fyrsta
sálminn við messugerð í kirkjunni, er hún kom inn, dálítið
of sein og nokkuð rjóðari í kinnum en hún átti að sér að
vera. Svo hrífandi hafði fegurð hennar verið. En þó hafði
Mathilda, sem var tveimur árum yngri, ekki verið síðri, og
ef systurnar hefðu ekki átt heima á svo afskektum stað,
mundu sjálfsagt greifar, eða jafnvel prinsar, hafa biðlað til
þeirra og hin mesta vegsemd og heiður hafa fallið þeim í
skaut. Þannig leit almenningur á.
Ókunni farmaðurinn gaf það ekki til kynna, að hann væri
nokkur greifi, en ekkert þótti líklegra en það, að hann héldi
ættgöfgi sinni leyndri. Hann var mjög virðulegur i fram-
komu, og fé jós hann út á báðar hendur. Það fréttist, að hann
hefði gefið báðum systrunum dýrindis jólagjafir, útlenda