Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 132
118
SVEFNFARIR
ÉIMREIÐIN'
ugar. Sama á sér stað um
sanna þekkingu. Leggið alúð
og rækt við tré þekkingarinn-
ar: Sníðið af, vökvið og gætið
þess vandlega, að hvergi kom-
ist að hrörnun! Það er ekki
nóg að óska, heldur verður
óskin að hafa ákveðinn til-
gang. Viljastarfsemin er fyrst
og fremst fólgin í því, að ein-
beita huganum að ákveðnu
marki. Hún er einheiting allra
sálarkrafta að því að öðlast
ákveðinn árangur.
Að þekkja hugann er að
þekkja guð! Verið þvi lotn-
ingarfullir gagnvart tilver-
unni, en óttist engan mann.
Hugurinn er efninu æðri. Ótt-
inn veldur ætíð mistökum og
er undanfari mistaka. Ó-
mögulegt er ekkert í tilver-
unni. Það lýsingarorð á
hvergi að vera til nema meðal
heimskingja. Vér verðum að
þekkja lífið og það, sem um
lífið hefur verið hezt sagt.
Bækur eru ekki einhlítar til
þess: Bein og sinar er ekki
nóg til þess að skapa mann
—- heldur skapar þetta aðeins
lík. Sé hugurinn ekki með í
verki, verður líkaminn ekki
annað en vélbrúða. Sé liug-
urinn ekki með í verki, er
enginn tilgangur í lífinu, og
engin afleiðing er án orsakar
í hinu mikla sköpunarverki.
Alheimurinn og maðurinn
lúta þar sömu lögum. Hugans
mikli máttur ræður örlögum
mannkynsins. Nú eins og í
upphafi er orðsins máttur
sverðsins inætti meiri“.
[í liriðja kafla, sem birtast mun í næsta hefti Eimreiðarinnar, verður
rætt um breytileik liugans, liinar ]>rjár vitundir sálarlífsins, þráðlausar
skeytasendingar liugans, lögmál þau, sem sálarlíf manna lýtur, nánar um
einbeitingu hugans að einu ákveðnu marki, „hinn þrönga veg“, hug-
sýnir o. s. frv.]
LeiSréttingar. í siðasta hefti (4. liefti 1938) hefur á bls. 434, I. dálki,
17.—18. línu, orðið neon fallið framan af orðinu rafmagnsglóðarlampi-
Neon er gasefni, og þegar rafmagn er látið fara um glerpipu með þessu
cfni, í venjulegum neon-rafmagnsglóðarlampa, kviknar sterklit glóð.
Þessa lampa er algengt að nota fyrir náttlampa.
Ennfremur i sama hefti, bls. 44715: „1927“ les: „1727“ og bls. 460ii:
„sálvakning" les: „sálrakning“.