Eimreiðin - 01.01.1939, Page 116
102
TVÖ ÍÞRÓTTAAFMÆLI
EIMREIÐIN
Danmerkurfarar 1926.
bótin „glímukonungur íslands“. Fyrstu þrjú árin fór glíman
fram á Akureyri án þess að Sunnlendingar tækju þátt í
henni, en árið 1909 riðu tvær Ármannskempur norður til
mótsins og sóttu beltið í greipar Norðlendingum. Það voru
þeir Guðmundur Stefánsson, sem þá varð glímukonungur ís-
lands, og Sigurjón Pétursson, er varð næstur honum að vinn-
ingum. Síðan hefur glimubeltið aldrei farið norður aftur.
Árið 1908 stofnaði Ármann til kappglímu um Ármanns-
skjöldinn og nafnbótina „bezti glímumaður Reykjavíkur“-
Hallgrímur Benediktsson vann tvö fyrstu árin, síðan Sigur-
jón Pétursson næstu 6 árin. Árið 1912 voru Ólympíuleikar
haldnir í Stokkhólmi, og voru sendir þangað 8 Islendingar,
flestir úr Ármanni. Sýndu þeir íslenzka glímu, auk þess
sem Sigurjón Pétursson kepti í grísk-rómverskri glímu og
annar, Jón Halldórsson, í hlaupum. Stríðsárin 1914—’18 lá
Ármann í dvala, en vaknaði þess betur að stríðinu loknu og
tók þá einnig að æfa frjálsar íþróttir. Þá verður Tryggvi
Gunnarsson glímukonungur íslands og skjaldarhafi, og árin
1921, ’22 og ’23 vinnur Ármann Allsherjarmót Iþróttasain-
bands Islands (I. S. I.) og um leið heiðurstitilinn „bezta