Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 78
LEYNDARMALIÐ
eimreiðin
C4
vantar kaffi. Og hver hefur unnið fyrir Blómsturvallaheini-
ilinu í öll þessi ár? Er það einhver ókunnugur preláti eða ei'
það ég? Má ég ckki gera hvað sem mér sýnist fyrir kerling-
unni? Og get ég ekki heimtað kaffi, ef ég kæri mig um?
Jú, jú. Auðvitað. Mikil ósköp. Það held ég, samþykti smá-
mælti maðurinn.
Jæja. Við komum þá strax heim til mín og drýgjum þessa
lögg, sem eftir er, í heitu kaffi, sterku kaffi.
Hann kjamsaði á síðustu orðunum og stóð á fætur. En litli
maðurinn hrökk í kút. Það var eitthvað svo fífldjarft í þess-
ari uppástungu, að hún krafðist nákvæmrar yfirvegunar.
Þetta var eftir Láka. Gana uinhugsunarlaust út í einhverja
bölvaða vitleysu, án þess að athuga fyrst allar aðstæður, at-
huga, hvort áformin eru framkvæmanleg.
Heyrðu, sagði hann tvíráður og hallaði undir flatt. Held-
urðu að það sé skynsamlegt í alla staði að láta konurnar sjá
livernig við erum núna .... upp á eftirköstin, meinti ég.
Er ég húsbóndi á mínu hfeimili, eða hvað? Og ert þú
húsbóndi á þínu heimili? Mér er spurn.
Já, vitanlega var Gísli húsbóndi á sínu heimili, hver ef-
aðist um það?
Jæja. Sýndu þá einu sinni að þú sért maður. Nú komurn
við heim og látum þær heyra það og heimtum kaffi. —
Og segjum þeim sannleikann, skaut Gilli inn i og sótti í
sig veðrið.
Já, segjuni þeim sannleilcann og heimtum kaffi. —
Og hlustum ekki á neinar andskotans þiðaprédikanir. —
Og segjum þeim að fara til fjandans með allar sínar stúk-
ur og kvenfélög. —
Og sýnum þeim, hvernig við fáum okkur út i kaffið. —
Já, sýnum þeim það bara. Látum þær segja það, sem þeim
þóknast.
Þeir skraglast upp stíginn, óstyrkir í hnjáliðunum, en
þrungnir eldmóði og hetjuskap. Þeir leiðast. Aldrei framai'
munu þeir taka í mál, að ákveðnar persónur hafi nokkur á-
hrif á athafnir þeirra eða hið minsta íhlutunarvald í líf*
þeirra. Skjmdilega hafa þeir breyzt í einræðisherra, allur heim-
urinn lýtur hoði þeirra og banni, tilveran hefur sett upp nýjan