Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 122
108
TVÖ ÍÞRÓTTAAFMÆLI
eimreiðin
Skíðaskáli K. R. Skíðanefnd félagsins fyrir utan skálann.
árum áður, eða sumarið 1922, hafði komið hingað skozkiu'
knattspyrnuflokkur, „Civil Service“, til þess að keppa við fé-
lögin hér og unnið stóra sigra, sem varð að því leyti íslenzku
knattspyrnumönnunum til góðs, að þeir skildu betur eftii’
en áður, hve mikið þeir áttu ólært í listinni, enda tók nú
knattspyrnan hér miklum framförum. Árið 1930 fór úrvals-
flokkur knattspyrnumanna til Færeyja og háðu þar 3 kapp-
leiki, sem þeir unnu alla. Aftur fór K. R. til Færeyja á síð-
astliðnu ári og vann þá með 2 mörkum á móti 1. Arið 1935
kom hingað þýzkur knattspyrnuflokkur og vann hann K. R-
með 3:0. Sumarið 1937 kom hingað skozkur knattspyrnu-
flokkur og sigraði hann K. R. með 3:2. Hefur aðstaðan og
útkoman gagnvart erlendum keppendum smámsaman farið
hatnandi, og er vonandi að svo haldist áfram.
Auk knattspyrnunnar hefur K. R. iðkað frjálsar íþróttii’
síðan 1919 mest fyrir forgöngu eins sins mesta og bezta á-
hugamanns, Ivristjáns L. Gestssonar. Hafa íþróttamenn K. R-
sett mörg og stór met undanfarin ár, sem hér er ekki rúm
til að telja upp. Skiðaiþróttina hafa IvR-ingar iðkað af miklu
kappi á vetrum, síðan haustið 1934, og komið sér upp, alt
með sjálfboðavinnu, myndarlegum skiðaskála á ágætum stað