Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 62
48
TROTZKY OG MÁLAFERLIN í MOSKVA
EIMRF.IÐIN
sem á milli ber. Trotzky hefur reynt að sanna heiminum sak-
leysi sitt, en nú gerast þeir færri og færri, sem trúa honum.
Trotzky dvelur nú í Mexicó. Hann lætur ennþá mikið til sín
taka. Hann skrifar rit um félagsmál, sögu, bókmentir, og uffl
Rússland og heimsástandið. Hann er i skoðunum svo sérstakur,
að varla á hann sina líka. Margir lesa rit hans, en engir taka
þau alvarlega nema þær fáu hræður víða urn lönd, sem gengið
hafa í alþjóðasamband hans, 4. internationale.
Trotzky trúir enn á heimsbyltinguna og helgar henni krafta
sína, en Stalin og vinir hans eru fyrir löngu hættir að minnast
á slíkt. Þeir láta sig mestu skifta að gera Rússland svo sterkt
innan lands og utan, að því sé boi-gið.
Enginn dómur skal liér kveðinn upp yfir Rússlandi Stalins
og stjórnarfari hans, en þess skal þó getið að frá sjónarmiði
mannlegrar skynsemi virðist stefna Stalins og fylgismanna
hans vera sú eina, sein í bili fær nokkru áorkað í sócíalistiska
átt 1 Rússlandi.
Stalin er raunsæismaður að eðlisfari og laus við bókstafstrú
og þröngsýni ofstækisfullra marxista. Hann veit að framtíðar-
ríkið er fjarri. En Trotzky er meiri hugsjónamaður. Hann er
máske ekki altaf samvizkusamur eða vandur að meðulum, og
það er ekki víst að hann álíti það synd að gera bandalag við
Hitler til að velta Stalin úr völdum. Hann veit að Hitler hverfur
fyr eða síðar af sjónarsviði sögunnar, hann vonar að heims-
byltingin muni sópa burtu þýzka nazismanum, er „stalinism-
inn“ er úr sögunni. Hann álítur nefnilega að „stalinistar“ í
og utan Rússlands séu „höfuðstoðir auðvaldsins".
Það hefur á síðari árum verið talað mikið um stjórnkænsku
Stalins og um dugnað hans, raunsæi og hagsýni. Sem raun-
hæfur stjórnmálamaður er hann Trotzky og hinum gömlu
bolsévikkum langtum fremri. En Trotsky hefur til að bera
það sem Stalin vantar — andann. Hann er glæsilegasti póli-
tískur ritsnillingur vorra tíma. Hann er skarpskygn ganrýn-
andi, stíllinn mjúkur og mergjaður, þróttmikill og tilkomu-
mikill. Hann lætur andann „fljúga víða“ og lætur sig dreynia
um glæst framtíðarlönd, þegar sócíalisminn hefur gerbreytt
öllu og mennirnir eru orðnir svo andlega þroskaðir, að meðal-
maðurinn er jafnoki Goethes, Shakespeares, Marx, Lenins,